Mannlíf

Föstudagsfréttir úr Hrísey

Sumarblíða hefur verið í Hrísey alla vikuna og eyjaskeggjar flestir búnir að skipta um lit.

Þau gleði tíðindi bárust á laugardagsmorgni að verkfalli væri lokið og því hefur sundlaugin verið opin þessa blíðviðrisdaga. Fjölmenni var gestkomandi í Hrísey um síðustu helgi og talað var um að bæði fjöldinn og gleðin væri góð upphitun fyrir sumarhátíðirnar sem hér verða í sumar. Eyjan sýndi sínar bestu hliðar og heimamenn gerðu það líka.

Lesa meira

Í kvöld Barbara Hannigan og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands og kanadíska sópransöngkonan og hljómsveitarstjórinn Barbara Hannigan eru komin til Akureyrar og halda tónleika í Hofi í kvöld 16. júní. Aðeins er ár síðan Barbara kom fyrst til landsins og sló eftirminnilega í gegn með hljómsveitinni í Hörpu á Listahátíð í Reykjavík vorið 2022. Gagnrýnandi Fréttablaðsins sagði meðal annars um þá tónleika: „Túlkunin var draumkennd og skáldleg, það ver einhver upphafin stemning yfir öllu saman,“ og „útkoman var sjaldheyrður unaður“

Lesa meira

Skrudduskrúðgangan

Sumarlistamaður Akureyrar, Egill Andrason með spennandi gjörning í tilefni Bíladaga.

Lesa meira

Þróunarfélag Hríseyjar í burðarliðnum

Eins og komið hefur fram hér á heimasíðunni stendur til að stofna Þróunarfélag Hríseyjar. Til stóð að halda stofnfund í byrjun júní en því var frestað svo hægt væri að gefa tíma til þess að kynna félagið. Var því haldinn kynningarfundur þess í stað laugardaginn 3.júní.

Lesa meira

Batterísferð Rafhjólaklúbbsins í dag 14. júní

Rafhjólaklúbburinn er ört vaxandi félagsskapur fólks hér i bæ sem fer um víðan völl á raffjallahjólum sínum.  Þau stefna á ferð í dag eins  og fram kemur í tilkynningu frá félagsskapnum hér að neðan og í þeirri tilkynningu  koma fram ráð frá þeim um það hvernig gott sé að spara hleðsluna á  rafhlöðu hjólsins.   Ekki þarf að efast um að þessi ráð koma sér vel því margir eru að stíga sín fyrstu ástig á rafhjólum þessa dýrðardagana og öll ráð því gulls í gildi.

Lesa meira

Sterkir menn og gamlir tíkallar - Spurningaþraut #12

Spurningaþraut Vikublaðsins #12

Lesa meira

Skemmtiferðaskip til Hjalteyrar

Sl. laugardagskvöld kom skemmtiferðaskipið Sylvia Earle til Hjalteyrar en líklegt verður að telja að það sé í fyrsta sinn sem skip slíkrar tegundar hefur viðkomu á Hjalteyri.  

Lesa meira

Brúnir Gallerí Eyjafjarðarsveit

Raja / Takmörk er málverkasýning sem opnuð verður í dag sunnudaginn 11.júní að Brúnir Gallerí, Eyjafjarðarsveit, milli kl.14-18. Sýningin stendur til 22.júlí og er opin daglega frá kl.14-18

Lesa meira

Tvær Pastellur undir Reyniviðnum

Þriðjudaginn 13. júní koma tveir listamenn úr Pastel ritröð fram undir Reyniviðnum í Menningarhúsi í Sigurhæðum.

Lesa meira

Amtsbókasafnið ekki bara bækur

Það er óhætt að segja að starfsfólkið á Amtsbókasafninu á Akureyri sé fullkomlega ófeimið við að fara út fyrir hefðbundið starfssvið bókasafna og tekst þeim með því að auðga starfið mjög.

Lesa meira