Föstudagsfréttir úr Hrísey
Sumarblíða hefur verið í Hrísey alla vikuna og eyjaskeggjar flestir búnir að skipta um lit.
Þau gleði tíðindi bárust á laugardagsmorgni að verkfalli væri lokið og því hefur sundlaugin verið opin þessa blíðviðrisdaga. Fjölmenni var gestkomandi í Hrísey um síðustu helgi og talað var um að bæði fjöldinn og gleðin væri góð upphitun fyrir sumarhátíðirnar sem hér verða í sumar. Eyjan sýndi sínar bestu hliðar og heimamenn gerðu það líka.