Mannlíf

Kvennakórinn Embla flytur perlur frá barrokktímanum ásamt hljómsveit og einsöngvurum

Kvennakórinn Embla flytur perlur frá barrokktímanum ásamt hljómsveit og einsöngvurum.

Laugardagskvöldið 10 .maí 2023 verður Stabat mater eftir Pergolesi og Gloria eftir Vivaldi flutt á tónleikum í Glerárkirkju.

Flytjendur eru Kvennakórinn Embla, Barrokksveit Akureyrar og einsöngvarar eru Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Erla Dóra Vogler og Sigrún Hermannsdóttir.
Stjórnandi er Roar Kvam.

Miðasala verður við innganginn.

Miðaverð er kr 5000 og er posi á staðnum. Einnig verður geisladiskur Kvennakórsins, Íslenskar söngperlur, til sölu við innganginn og kostar kr 3500. Diskurinn kom út í lok árs 2022 og er ófáanlegur í verslunum.

Pergolesi samdi Stabat mater við latneskt miðaldarljóð og fjallar verkið um sorg Maríu meyjar við krossfestingu sonar síns. Verkið var síðasta tónverk hans og er af mörgum talið hans besta verk.  Gloria eftir Vivaldi er eitt vinsælasta kórverk allra tíma og var upprunalega samið fyrir blandaðan kór en verður hér flutt í útsetningu fyrir kvennakór og strengjasveit og orgel. Verkið er byggt á bæninni Gloria in excelsis Deo frá fjórðu öld.

Segir i tilkynningu  frá kórnum



Lesa meira

Magnaður dagur á Kerlingu

Gönguklúbburinn 24x24 er hópur fólks sem hefur það sameiginlegt að hafa ástríðu á fjallamennsku og útivist. Aðra hverja helgi ganga þau í 24x24 ert á eitthvert fjallið, en aðalgönguferð félagsins er Glerárdalshringur sem er gengin aðra helgi í júlí ár hvert.

Lesa meira

„Klofvega situr hann á atómbombu“ - Spurningaþraut #11

Hér er spurt um fleyg orð og ýmslegt fleira

Lesa meira

Rannsókn á algengi svefnvandamála barna:

„Algengi svefnvandamála barna.“ er viðamikil rannsókn sem Sjúkrahúsið á Akureyri leiðir. Nú er vika þar til gagnasöfnun lýkur en í dag eru 363 börn skráð í rannsóknina. Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að kæfisvefn meðal barna sé algengara vandamál en fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna en alls hafa 75þátttakendur með meðal- eða alvarlegan kæfisvefn mætt í skoðun og eftirfylgni hjá háls-, nef- og eyrnalækni, barnalækni og tannréttingasérfræðingi á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk).

Lesa meira

„Öryggismálin eru alltaf tekin föstum tökum“

Kristján Páll Hannesson stýrimaður er fastráðinn annar stýrimaður á Björgvin EA 311 en gegnir að auki margvíslegum öðrum stöðum á skipum Samherja. „Skip Samherja stunda margvíslegar veiðar, eru öll afar vel búin enda hef ég verið hjá Samherja eða tengdum félögum alla mína sjómennsku“. Kristján Páll segist þakklátur fyrir öll þau fjölbreyttu verkefni sem honum hefur verið trúað fyrir.

Lesa meira

Svanhildur Daníelsdóttir stofnaði Teppahóp Svönu um þarft samfélagsverkefni

„Ég er hræð yfir þessum góðu viðtökum,“ segir Svanhildur Daníelsdóttir sem í vetur stofnaði Teppahóp Svönu á facebook í því skyni að fá fleiri til liðs við sig við að hekla eða prjóna ungbarnateppi fyrir sængurkonur í neyð.

Lesa meira

Sparisjóður Suður-Þingeyinga styrkir björgunarsveitir í Þingeyjarsýslum um fjórar milljónir króna.

Aðalfundur Sparisjóðs Suður-Þingeyinga var haldinn 28. apríl s.l. í Skjólbrekku í Mývatnssveit.  Rekstur sparisjóðsins gekk vel á síðasta ári, hagnaður af starfseminni var rúmar 76 milljónir króna eftir skatta.  Um síðustu áramót voru heildareignir sparisjóðsins um 12,3 milljarðar króna og hafa aukist um 1,3 milljarða á milli ára.  Innlán voru á sama tíma um 11 milljarðar og jukust þau um 1,1 milljarð á milli ára.  Eigið fé sparisjóðsins var 1,1milljarður í árslok og lausafjárstaða er sterk.

Lesa meira

Uppgangur í hjólreiðum með tilkomu rafhjóla

,,Akureyri hentar  ekki til hjólreiða” var oft sagt og var þá verið að vísa til Gilsins og Þórunnarstrætis sem ekki voru á allra færi að hjóla upp. Svo sannfærðir voru menn um þessa ,,staðreynd” að þegar hjólreiðar fóru að aukast með tilkomu ,,hjólað í vinnuna” komst hjólalyfta upp Gilið í kosningaloforðalista stjórnmálaflokka, þetta var fyrir aðeins en 10 árum.

Lesa meira

Gámakortin nú í síma

Löngum var svo að  til þess að henda rusli á gámasvæðinu við Réttarhvamm þurfti að hafa  meðferðis  klippikort og  ef það var fullnýtt  var ekki um annað að ræða en  fara á bæjarskrifstofurnar og fá nýtt.  

Lesa meira

Þrjár sýningar opnaðar á föstudagskvöld

Föstudagskvöldið 2. júní kl. 20 verða þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Samsýning norðlenskra myndlistarmanna – Afmæli, Ásmundur Ásmundsson – Myrkvi, og Inga Lísa Middleton – Hafið á öld mannsins. Boðið verður upp á listamannaspjall með Ásmundi og Ingu Lísu kl. 21 og er stjórnandi Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins.

Lesa meira