Þróunarfélag Hríseyjar í burðarliðnum

Hrísey heillar alla sem þangað koma.   Mynd  Vb
Hrísey heillar alla sem þangað koma. Mynd Vb

Eins og komið hefur fram hér á heimasíðunni stendur til að stofna Þróunarfélag Hríseyjar. Til stóð að halda stofnfund í byrjun júní en því var frestað svo hægt væri að gefa tíma til þess að kynna félagið. Var því haldinn kynningarfundur þess í stað laugardaginn 3.júní.

Nú er komið að stofnfundinum og verður hann haldinn fimmtudagskvöldið 22.júní klukkan 20:00 í Hlein. Við viljum gefa öllum tækifæri á að vera með í félaginu og taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu í Hrísey. Nú þegar hefur fjölbreyttur hópur fyrirtækja, einstaklinga og félagasamtaka skráð sig sem stofnmeðlimi. Við viljum hvetja áhugasöm sem ekki sjá sér fært að mæta á stofnfundinn þann 22.júní nk, til þess að hafa samband við Ásrúnu á netfangið afram@hrisey.is eða í síma 866-7786.

Á fundinum verður farið yfir samþykktir félagsins og þær formaðar með stofnfélögum. Félagsgjöldin verða ákveðin en munu þau vera breytileg eftir því hvort um einstakling, fyrirtæki eða félagasamtök er að ræða.

Þróunarfélag Hríseyjar verður leiðandi í almennri byggða- og uppbyggingaþróun í Hrísey í samvinnu við íbúa, fyrirtæki og félög í Hrísey ásamt Akureyrarbæ. Þá falla byggðaþróun, atvinnuþróun og íbúaþróun þar undir. Unnið verður að verkefnum og sótt um styrki í nafni Þróunarfélagsins sem mun þá ekki skarast á við styrki og verkefni sem Ferðamálafélag Hríseyjar sækir um og vinnur að.

Frá þessu er sagt á www.hrisey.is

Með samvinnu og breiðara baklandi frá þeim aðilum sem uppbygging í Hrísey hefur áhrif á, getum við náð lengra.

 

Nýjast