Mannlíf
21.10
Egill Páll Egilsson
„Það er virkilega gaman og gefandi að hitta svona mikið af frábæru fólki á haustin, sem tekur manni með kostum og kynjum,“ segja þær Sara Stefánsdóttir og Margrét Hjaltadóttir sem óku um götur Akureyrar um liðna helgi á Grænmetisbílnum.
Sara og eiginmaðurinn, Árni Sigurðsson ásamt foreldrum hennar eru með lífræna ræktun á rófum og gulrótum í landi Flögu í Þistilfirði, en selt er undir nafni Akursels þar sem þau voru staðsett áður. Þær hafa farið í söluferðir til þéttbýlisstaða bæði um nágrannabyggðir og lengra til.
Ræktunin í ár gekk einkar vel og var uppskera með mesta móti sem þær stöllur segja að helst megi þakka sérlega góðu sumarveðri norðan heiða.
Lesa meira
Mannlíf
18.10
Egill Páll Egilsson
„Það hefur gengið mjög vel og allar áætlanir staðist,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga en í liðinni viku ræsti „landslið“ skógarhöggsmanna keðjusagir sínar og hóf að vinna sér leið þvert í gegnum Vaðlareit. Lokið var við að höggva stíginn í byrjun vikunnar og síðustu daga hafa þeir unnið við snyrtingar út fyrir stígasvæðið.
„Við verðum svo í því þó nokkurn tíma að keyra út trjáboli og greinar og munum vinna það verkefni í samstarfi við jarðverktaka, Nesbræður,“ segir Ingólfur. Skógræktarfélagið sér um verkefnið og réð til sín alla helstu skógarhöggsmenn landsins, þeir eru í allt 11 talsins komu víða að af landinu til að ryðja skóginn á sem skemmstum tíma þannig að hægt sé að halda dampi í stígagerðinni.
Lesa meira
Mannlíf
16.10
Egill Páll Egilsson
Karen Birna Þorvaldsdóttir er vísindamaður mánaðarins
Lesa meira
Mannlíf
14.10
Egill Páll Egilsson
Eins og alþjóð veit, eða a.m.k. Akureyringar flestir þá hefur tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson slegið í gegn í sænsku Idol söngkeppninni undan farin misseri.
Lesa meira
Mannlíf
08.10
Egill Páll Egilsson
Hin geysivinsælu villibráðarhlaðborð Fosshótels Húsavík fara fram um helgina, föstudags og laugardagskvöld. Á boðstólnum verða ómótstæðilegir réttir í boði og má þar nefna dádýr, elgur, hreindýr, gæs, önd, skarfur, lundi, paté, súkkulaðimús, bláberjaskyrkaka, tiramisu og margt fleira.
Lesa meira
Mannlíf
08.10
Egill Páll Egilsson
Birkir Blær Óðinsson, tónlistarmaður frá Akureyri er kominn í úrslitakeppni sænsku Idol söngkeppninnar. Á fyrsta útsláttarkvöldinu sem fram fór á föstudag söng Birkir Blær lagið No Good eftir íslensku hljómsveitina Kaleo.
Birkir Blær hefur fengið góðan meðbyr hjá dómnefndinni og líka átt upp á pallborðið hjá sænsku þjóðinni enda komst hann áfram eftir símakosningu í síðustu viku þegar hann söng lagið Sexy and I know it. Hann kemur fram aftur nk. föstudagskvöld og þá mun einnig flutningur hans á laginu No Good verða settur í dóm sænsku þjóðarinnar. Vikublaði sló á þráðinn til Svíþjóðar þar sem Birkir Blær undirbýr sig fyrir næstu beinu útsendingu sem fer fram á morgun föstudag.
„Föstudagskvöldið leggst bara helvíti vel í mig þetta er mjög gaman,“ segir hann og útskýrir fyrirkomulag útsláttarkeppninnar:
„Um leið og þátturinn kláraðist á föstudag, þá opnaðist fyrir kosninguna og hún lokast ekki fyrr en að næsti þáttur byrjar. Það kemur alltaf í ljós viku síðar hvort ég hafi komist áfram eða ekki. Þetta er gert svona af því að fólk horfir ekki eins mikið á sjónvarp í línulegri dagskrá eins og í gamla daga. Það er því hægt að horfa á þáttinn hvenær sem maður vill og kosið þessa viku sem líður á milli þátta,“ segir Birkir Blær og bætir við að það detti bara einn keppandi út í hverri umferð.
Lesa meira
Mannlíf
06.10
Egill Páll Egilsson
Bókin fjallar um 12 ára strák, Kára Hrafn, sem verður fyrir því óláni að foreldrar hans taka frá honum öll snjalltæki og leikjatölvur og í staðinn fær hann skærgulan farsíma sem hentar bara risaeðlum.
Lesa meira
Mannlíf
06.10
Egill Páll Egilsson
Spennan er að magnast fyrir sænsku Idol söngkeppnina þar sem Birkir Blær Óðinsson, tónlistarmaður frá Akureyri hefur verið að slá í gegn.
Lesa meira
Mannlíf
06.10
Egill Páll Egilsson
– Down & Out gefur út sína fyrstu breiðskífu
Lesa meira
Mannlíf
03.10
Egill Páll Egilsson
Völsungur átti gott mót í 2. deildinni í sumar og voru í toppbaráttu allan tímann þrátt fyrir að hafa verið spáð falli af flestum sparkspekingum í vor.
„Við áttum hryllilegt mót í fyrra og spáin var því alveg eðlileg samkvæmt því. Við vorum ekki að gera neinar risastórar breytingar á liðinu. En við breyttum mörgum litlum hlutum hjá okkur, bærði í þjálfun og aðeins í mannskapnum líka,“ segir Jóhann Kristinn og bætir við að markmiðið hafi verið að vera í toppbaráttu og helst að komast upp um deild. „Maður er alveg með í kollinum nokkur úrslit þar sem við missum stig sem á venjulegum degi við hefðum ekki verið að missa þau. Það er bara svoleiðis.“
En heilt yfir er Jóhann Kristinn afar ánægður með sumarið og gengur sáttur frá borði
„Minni markmið voru einnig í gangi og er ég eiginlega persónulega ánægðastur með að allir leikmenn okkar á skrá, vel á þriðja tuginn, komu við sögu í Íslandsmótsleik í sumar. Yngsti fæddur 2005, Jakob Héðinn - sem var reyndar í stóru hlutverki þegar allt kom til alls. Við bættum aðbúnað og umgjörð og erum ánægðir með þann stað sem starfið er komið á hjá okkur og líður vel að láta það í hendurnar á næsta þjálfara,“ útskýrir Jóhann Kristinn og viðurkennir að það hafi verið sérstaklega sárt að fara ekki upp um deild af því að það munaði svo litlu.
Lesa meira