Mannlíf

ÁFL konur sýna í Listigarðinum

Í tólfta sinn bjóða ÁLFkonur, í samvinnu við Lystigarðinn á Akureyri og LYST kaffihús uppá ljósmyndasýningu við útsvæðið og veitingasöluna í garðinum.
Að þessu sinni takast þær á við vetrarríki, -birtu og form sem fanga augað yfir köldustu mánuðina. Sýning hefst um sjómannadagshelgina og ÁLFkonur tileinka sýninguna íslenskum sjómönnum sem öðrum fremur kljást við vetrarstorma og veðrabrigði í störfum sínum.

Lesa meira

Fréttatilkynning - Útilistasýningin „Heimalingar VI"

Sumarið 2020 bauð Dyngjan-listhús Myndlistafélaginu á Akureyri að taka þátt í útilistasýningu við Dyngjuna-listhús sem er í landi Fífilbrekku undir fjallinu Kerlingu í Eyjafjarðarsveit. Sýningin stóð yfir í 3 mánuði frá júní byrjun fram til ágústloka.

Sköpuð voru fjölbreytt listaverk sem þoldu veður og vind íslenskt sumars. Sýningin hlaut nafnið „Heimalingar“, ástæðan fyrir því var að staðarhaldari hafði fengið að láni 2 undurfagra heimalninga, sem tóku sig vel út á sýningarsvæðinu og glöddu sýningagesti.

Nú verður opnuð 4. útilistasýningin „Heimalingar IV“.

20 heimalingar / norðlenskir listamenn sýna list sína í fjórða sinn, hjá Dyngjunni-listhúsi við Eyjafjarðarbraut eystri, 605 Akureyri, sumarið 2023.

Opið alla daga frá 14.00-17.00 frá 3. júní - 31. ágúst. 

Aðgangur ókeypis.
Velkomin að njóta menningar í fagurri náttúru Eyjafjarðarsveitar.
Nánari upplýsingar eru á Dyngjan-listhús á FB og í síma 8998770

Sýnendur :
Hadda, Brynhildur Kristinsdóttir, Jonna, Anna Þóra Karlsdóttir, Sigrún Birna Sigtryggsdóttir, Karólína Baldvinsdóttir,
Oddný E Magnúsdóttir, Aðalsteinn Þórsson, Hjördís Frímann, Joris Rademaker, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir,
Hrefna Harðardóttir, Freyja Reynisdóttir, Rosa Kristin Juliusdottir, Ragnheiður Björk Þórsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Björg Eiríksdóttir, Stefán Tryggva og Sigríðarson, Hallgrímur Stefán Ingólfsson, Ólafur Sveinsson.

Lesa meira

Leitin að fullkomnun

Ég er staddur í miðborg Oslóar umkringdur veitingastöðum í leit að rétta staðnum til að borða á. Valkvíðinn hellist yfir mig og ég opna símann til þess að hjálpa mér að þrengja leitina.Með allar upplýsingar í heiminum í vasanum hlýt ég að geta fundið hinn fullkomna stað fyrir mig.

Lesa meira

Franskar, koggi og maður að nafni Franz - Spurningaþraut #9

Í spurningaþraut Vikublaðsins #9 er farið um víðan völl. Getur þú svarað öllum spurningunum?

Lesa meira

183 brautskráðust frá VMA sl föstudag

Í gær brautskráðust 183 nemendur frá Verkmenntaskólanum á Akureyri af tuttugu námsbrautum. Þetta er einn af allra stærstu brautskráningarhópum í tæplega fjörutíu ára sögu skólans. Brautskráningin var við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

Bekkurinn var þétt setinn enda brautskráningarhópurinn stór. Tuttugu og sex nemendur brautskráðust með tvö skírteini og því voru afhent 209 skírteini í dag. Á haustönn brautskráðust 93 nemendur sem þýðir að á þessu skólaári hefur VMA brautskráð 276 nemendur.

Lesa meira

Níu fjölbreyttir viðburðir fengu styrk frá VERÐANDI listsjóð

Það voru 16 umsóknir sem bárust sjóðnum og níu viðburðir sem fengu brautargengi. Viðburðirnir eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir

Lesa meira

Ævintýragarðurinn við Oddeyrargötu 17 opinn

„Það er draumur hvers manns að skapa og miðla með öðrum. Með það í huga hef ég á síðustu árum skapað hin ýmsu verk sem ég staðset svo í garðinum við heimili mitt,“ segir Hreinn Halldórsson alþýðulistamaður, Oddeyrargötu 17 á Akureyri en þar hefur hann komið upp sannkölluðum Ævintýragarði.

Lesa meira

AC/DC gerð góð skil á Græna hattinum

Á rokkmessunni fá aðdáendur sveitarinnar að heyra lög eins og Back in black, Thunderstruck, You shook me all night long, Highway to hell og fleira

Lesa meira

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýninguna sína Vegamót í Hofi

Á vegamótum er horft um farinn veg og einstaka viðkomustaði tímans með allt það hafurtask sem fylgt hefur hverjum og einum í gegnum lífið. Fundnir hlutir, eins og mannfólkið, koma víða að og varpa ljósi á ólíka menningarheima en eru um leið vitnisburður um sömu gildi og sömu þrár hvert sem litið er. 

Lesa meira

Halda golfmót í Cuxhaven - Island Tropy

Hjónin Anna Guðrún Garðarsdóttir og Helgi Helgason Húsvíkingar  fram i fingurgóma nú búsett í Cuxhaven í Þýskalandi eru töluvert i golfi i frítíma þeirra .  Þau hafa tvö sl ár staðið fyrir heilmiklu golfmóti,  eiginlega  landsmóti milli Íslands  og Þýskalands.

Lesa meira