Mannlíf

Opnun ársins í Menningarhúsi í Sigurhæðum á Akureyri

Dagskrá opnunarinnar hefst klukkan 13 með ávarpi Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns

Lesa meira

Tækifæri fólgin í einstökum námsleiðum

„Ég veit ekki hvort allir gera sér grein fyrir tækifærinu sem felst í því að ljúka tveimur háskólagráðum á aðeins fjórum árum. Eftir að hafa lokið sjávarútvegsfræðinni var ekki spurning fyrir okkur að bæta viðskiptafræðinni við en það styrki stöðu okkar til muna,“ segir Telma Rós, sem starfar í dag sem fjármálasérfræðingur hjá PCC BakkiSilicon en Sæþór er innkaupastjóri hjá GPG Seafood.

Lesa meira

Ern eftir aldri og listamannaspjall í Listasafninu á Akureyri

Sunnudaginn 21. maí næstkomandi kl. 15 verður heimildarmynd Magnúsar Jónssonar, Ern eftir aldri, frá 1975, sýnd í Listasafninu á Akureyri.

Lesa meira

„Nemendurnir hafa svo sannarlega auðgað mitt líf“

Nemendur útskrifast af heilsunuddbraut Framhaldsskólans á Húsavík

Lesa meira

Opnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri 20. maí

Myndlistarsýningin „Leiðni leiðir” eftir Sigurð Guðjónsson opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri laugardaginn 20. maí, 

Lesa meira

Greifinn gerir styrktarsamning við Hafdísi Sigurðardóttur hjólreiðakonu

Hafdís átti ótrúlegu gengi að fagna á síðasta keppnisári og er ríkjandi Íslands og bikarmeistari í bæði götuhjólreiðum og tímatöku kvenna auk þess sem hún var valin Íþróttakona Akureyrar og Hjólreiðakona Íslands.

”Við á Greifanum viljum standa við bakið á Hafdísi enda mikilvægt að fyrirtækin í bænum styðji við afreksfólkið okkar og hefur Hafdís sýnt það og sannað að hún er ekki einungis afbragðs keppnismanneskja heldur frábær fyrirmynd sem hefur eflt hjólreiðar á svæðinu og hvatt aðra áfram til árangurs” segir í tilkynningu.

Hafdís segir það gríðarlega mikilvægt fyrir sig að jafn þekkt og öflugt fyrirtæki og Greifinn velji að verða bakharl hjá sér enda ærinn kostnaður að vera íþróttamaður á landsbyggðinni. Svo er Greifinn líka mathöll útaf fyrir sig, frábær matur fyrir keppni og eftir.

Hafdís er er að fara að keppa á Reykjanesi á fyrstu bikarmótum sumarsins um helgina og óskum við henni góðs gengis.

Lesa meira

Af hröfnum og Flókum - Spurningaþraut #7

Hér er spurt um allt milli himins og jarðar

Lesa meira

Stofa Jennýjar Karlsdóttur opnuð á Safnasafninu

Jennýjarstofa var opnuð á Safnasafninu á Svalbarðsströnd í dag  samhliða opnun á sumarsýningum safnsins.

Lesa meira

„Ég vona að Húsavíkingar fjölmenni í Samkomuhúsið því þetta verður einstakt“

„Hátíðin í ár verður tileinkuð listakonunni Huldu og undurfallega Skjálfandaflóa. Una Stef mun loka hátíðinni með nýju samstarfsverkefni sínu sem ber heitið Huldumál – Ný íslensk sönglög við ljóð Huldu,“ segir Harpa ánægð með að Skjálfandi sé að snúa aftur.

Lesa meira

Föstudagsfréttir úr Hrísey

Maí er mættur með fyrstu þrastarungana, grænkandi gras og frostlausar nætur.

Það hefur verið töluvert um gesti í eyjunni í dagsferðum og veðrið hefur hjálpað okkur að taka vel á móti þeim. Það voru ekki margir eyjaskeggjar sem tóku þátt í plokkdeginum mikla, en það er nú bara vegna þess að við höfum okkar eiginn hreinsunardag hér í Hrísey og nú fer að styttast í hann. Það er þó alltaf góður siður að taka upp rusl ef maður getur á gönguferðum sínum og setja í næstu tunnu eða gám. Sést hefur til fólks prófa frisbígolfvöllinn og er hann að koma góður undan vetri.

Lesa meira