Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni. 

Meðal efnis í blaðinu:

-Stórsöngvarann Óskar Pétursson þarf vart að kynna en hann hefur komið víða við á löngum ferli. Milli þess sem hann þenur raddböndin gerir hann upp fornbíla en honum líður sjaldnast betur en í drullugallanum. Vikudagur heimsótti Óskar og spjallaði við hann um sönginn, bílabrasið, þráhyggjuna, lífið og tilveruna. 

-Framvindan í síðustu viku ársins fyrir jólafrí í Vaðlaheiðargöngum var alls 27 metrar en hægt hefur gengið að bora eftir að óhapp varð í göngunum í síðasta mánuði þegar nokkur tonn af bergi hrundu úr gangaloftinu Eyjafjarðarmegin.

-Sveinn Jónasson, kirkjuvörður í Akureyrarkirkju, skapar fallegan ævintýraheim á hverri aðventu úr LEGO eftirlíkingu af kirkjunni, ásamt leikföngum og gervisnjó en eftirlíkingin er í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Þetta eru fimmtu jólin sem Sveinn setur kirkjuna upp á aðventunni.

-Vínylplötur njóta sífellt meiri vinsælda þegar kemur að sölu á tónlist. Í tónlistardeildinni í Eymundsson á Akureyri er að finna gott úrval af vínylplötum, bæði íslenskri og erlendri tónlist. Birgir Pétursson, verslunarstjóri Hljómdeildar í Eymundsson, segir langt frá því að tónlist í föstu formi sé á útleið.

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is  

Nýjast