20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Fjölmiðlafólk framtíðarinnar úr Borgarhólsskóla
Eins og fram hefur komið á Vikudegir.is fóru í vikunni fram þemadagar í Borgarhólsskóla. Liður í Þemadögunum 2016 er að nemendur hafa útbúið efni sem við birtum hér á Vikudagur.is.
Fyrsta fréttin er skrifuð af þeim Katrínu Erlu Hilmarsdóttur og Sjöfn Huldu Jónsdóttur en þær eru nemendur í 6. og 7. bekk Borgarhólsskóla og Arneyju Kjartansdóttur í 9. bekk :
Dagur íslenskrar tónlistar
Dagur íslenskar tónlistar var haldin fimmtudaginn 1. desember sungin voru þrjú lög. Hver á sér fegra föðurland eftir Huldu, Vísur Vatnsenda-Rósu eftir Rósu Guðumundsóttir og Sautján þúsund sólargeislar úr leikritinu Bláa hnettinum sem sýnt hefur verið við miklar vinsældir í Borgarleikhúsinu.
Máttur samfélagsmiðla er ótvíræður og eru því allir þátttakendur hvattir til að virkja sem flesta vini, vandamenn, fyrirtæki eða fjölskydur til að deila íslenskri tónlist og bera hana þannig sem víðast á þessum merka degi. Allir samfélagsmiðlar eiga erindi í þessari herferð og því upplagt að deila tónlist á sem flestum samfélagsmiðlum eins og mögulegt er.
#IcelandMusicday
Viðtal við stjörnuna úr Bláa hnettinum
Þá tók einn nemandi úr 7. Bekk, Tryggvi Grani Jóhannsson, viðtal við Björgvin Inga Ólafsson söngvara/leikara sem syngur Sautján þúsund sólargeisla, lag eftir Berg Þór Ingólfsson og Kristjönu Stefánsdóttur úr uppfærslu Borgarleikhússins á Bláa hnettinum eftir Andra Snæ. Björgvin Ingi fer einmitt með eitt aðalhlutverkanna í uppfærslunni og fer algjörlega á kostum. Lagið var sungið á degi íslenskrar tónlistar, 1.desember, ásamt tveimur öðrum lögum. Björgvin bjó einn vetur á Húsavík og var þá nemandi við Borgarhólsskóla. Móðir hans er Húsvíkingurinn dr.Ingibjörg Gunnarsdóttir.
Hefurðu leikið áður?
Nei
Hvernig kom það til að þú fékkst hlutverkið?
Ég söng í prufunum og komst inn.
Hvað ertu gamall?
12 ára
Hver eru áhugamálin þín?
Að syngja, dansa og leika.
Hvernig fannst þér að búa á Húsavík?
Mér fannst það bara skemmtilegt.
Í hvað bekk varstu þegar þú bjóst á Húsavík og hver kenndi þér?
2-3 bekk man ekki hvaða kennari.
Hvað langar þig að gera í framtíðini?
syngja
Langar þig að leika meira?
kannski