Telur niður í jólin í norðlensku vefútvarpi
Pétur Guðjónsson kemur Akureyringum og nærsveitarmönnum í jólagírinn. Jóladagatal Péturs er hægt að nálgast í gegnum Facebook.
Athafnamaðurinn Pétur Guðjónsson heldur úti norðlensku vefútvarpi eða podcast þar sem hann sendir daglega út 40 mínútna langa þætti til 24. desember. Vefútvarpið nefnist Jóladagatal Péturs og tekur hann þættina upp heima hjá sér. Í hverjum þætti heyrir Pétur í áhugaverðu og skemmtilegu fólki á Norðurlandi og athugar jólastemmninguna. Þess á milli spilar hann jólalög. Vikudagur spjallaði við Pétur um jólaútvarpið en nálgast má viðtalið í Vikudegi sem kom út í dag.