Leikhúsið hluti af fjórða valdinu

Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. /Aðsend mynd.
Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. /Aðsend mynd.

Jón Páll Eyjólfsson, leikari og leikstjóri hefur gengnt stöðu leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar frá árinu 2014. Jón Páll er fæddur og uppalinn í Keflavík en hefur í gegnum tíðina tengst Akureyri bæði sem leikari og leikstjóri og segist hafa sterkar taugar til bæjarins. Hann ræðir hér um ferilinn og stöðu sjónleikjalistarinnar í menningarbænum Akureyri og setur listina í samhengi við samfélag í örum breytingum.

Jón Páll býður mér til sætis inni á skrifstofu sinni í Samkomuhúsinu sem hann kallar reyndar verkstæði. „Ég kýs að nota ekki orðið skrifstofa enda er ég svona altmulig mann. Þetta mundi ekkert virka nema maður sé tilbúinn til að hlaupa í allt“, segir hann áður en ég hef borið upp fyrstu spurninguna og bætir við: „Leikhúsið snýst um samskipti og samvinnu með öðru fólki því við viljum náttúrlega nýta tíma, fjármagn, hæfileika og mannauðinn sem er hér sem best. Það gerist aðeins með því að halda fólki nærri sér og vera opinn fyrir nýjum möguleikum og hitta nýtt fólk. Ég er svoltið þannig gaur,“ segir hann og hlær. Þarna setti hann tóninn fyrir bráðskemmtilegt spjall. Ég var búinn að undirbúa langan spurningalista sem reyndist algjörlega óþarfur, því Jón Páll lét dæluna ganga og hafði frá mörgu áhugaverðu að segja. Ég komst eiginlega aldrei að til að bera upp spurningarnar.

Viðtalið má nálgast í prentútgáfu Vikudags.

-Vikudagur, 15. desember 2016.

Nýjast