Stikla úr Fast 8 komin á netið

Mynd/skjáskot
Mynd/skjáskot

Stikla úr kvikmyndinni Fast & Furious 8 var sett inn á YouTube í gær, en þetta er fyrsta stiklan sem er birt opinberlega. RÚV greindi frá þessu. Í stiklunni má atriði sem tekin voru á Mývatni og á Akranesi.

Tökur á myndinni fóru fram við og á Mývatni og á Akranesi í mars og apríl á þessu ári. Þar voru að störfum fjölmennt tökulið og tugir ökutækja. Eins og sjá má í stiklunni hefur umhverfinu í kringum Mývatn verið breytt mikið með tölvutækni.  

Atriðin sem tekin voru upp á Íslandi sjást þegar um 2 mínútur eru liðnar af stiklunni og nánast öll atriðin eftir það eru tekin upp hér á landi.

Nýjast