Vikudagur kemur út í dag
Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni.
Meðal efnis í blaðinu:
-Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt að óska eftir samstarfi við önnur sveitarfélög í Eyjafirði um að gera fýsileikakönnun á sameiningu sveitarfélaganna í eitt sveitarfélag. Þá verði jafnframt skoðað hvort aðrar sameiningar þyki fýsilegri í ljósi aðstæðna. Um sjö sveitarfélög er að ræða.
-Jón Páll Eyjólfsson, leikari og leikstjóri hefur gengnt stöðu leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar frá árinu 2014. Jón Páll er fæddur og uppalinn í Keflavík en hefur í gegnum tíðina tengst Akureyri bæði sem leikari og leikstjóri og segist hafa sterkar taugar til bæjarins.
-Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, gerir alvarlegar athugasemdir við ráðningarferlið í stöður sviðsstjóra hjá Akureyrarbæ en málið var rætt á síðasta bæjarráðsfundi. Gagnrýnin snýr fyrst og fremst að umsagnarferlinu við ráðningu í stöður sviðsstjóra og að ekki hafi verið leitað til nefnda eftir umsögn.
-Mikil aukning hefur verið á mataraðstoð í gegnum Facebook-síðuna „Matargjafir Akureyri og nágrenni“. Í fyrra fengu 90 fjölskyldur aðstoð en ljóst þykir að mun fleiri munu sækja um aðstoð fyrir þessi jól.
-Myndlistarkonan Þóra Karlsdóttir hefur gefið út bókina 280 kjólar í framhaldi af verkefni sem hún lagði af stað með fyrr á árinu er hún fór í nýjan kjól á hverjum degi í heila níu mánuði.
Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is