280 bækur og engin kápa eins

Þóra Karlsdóttir hæstánægð með bókina sem er tiltölulega nýkomin úr prentun. Engin kápa er eins á bó…
Þóra Karlsdóttir hæstánægð með bókina sem er tiltölulega nýkomin úr prentun. Engin kápa er eins á bókunum 280. Mynd/Þröstur Ernir

Myndlistarkonan Þóra Karlsdóttir hefur gefið út bókina 280 kjólar í framhaldi af verkefni sem hún lagði af stað með fyrr á árinu er hún fór í nýjan kjól á hverjum degi í heila níu mánuði. Kjólameðgöngunni, eins og Þóra kallar það lauk þann 1. desember sl.  Með gjörningnum segist Þóra m.a. vera að hugsa um endurnýtingu því alltof margir kjólar liggi meira en minna óhreyfðir inn í fataskáp. Bókin verður aðeins gefin út í 280 eintökum en rætt er við Þóru um gjörninginn og bókina í prentútgáfu Vikudags.

Nýjast