Fallið frá byggingu heilsugæslu á tjaldstæðisreitnum

Ekkert útlit er fyrir að nýtt hús heilsugæslu rísi á þessari lóð.    Mynd  Vbl.
Ekkert útlit er fyrir að nýtt hús heilsugæslu rísi á þessari lóð. Mynd Vbl.

Í nýjum tillögum Skipulagsráð Akureyrar vegna deiliskipulags á svokölluðum tjaldstæðisreit sem lagðar voru fram í gær kemur fram að ekki er lengur reiknað með byggingu heilsugæslustöðvar nyrst  á reitnum.(Við gatnamót  Þingvallastr., og Byggðavegar)

Tillagan sem lögð var fram á fundi ráðsins í gær  er með ýmsum breytingum með það að leiðarljósi að koma til móts við  athugasemdir og ábendingar sem  fram hafa komið.  Hin nýja tillaga gerir nú ráð fyrir blandaðri landnotkun  þar sem áætlað var að reisa heilsugæslu.

Félag  eldri borgara óskaði eftir svæði

Félag eldri borgara á Akureyri  óskaði eftir því að fá úthlutað svæði á títt nefndum tjaldstæðis til að byggja 50 íbúðir sem miða átti fyrir íbúa 60 ára og eldir.  Skipulagsráð taldi ekki tímabært að úthluta svæðum því svæðið væri enn i vinnslu.  Hinsvegar  er reiknað með að ,, hluti íbúða innan deiliskipulagsins verði fyrir íbúa 60 ára og eldri og verður útfærsla málsins unnin í samráði við Félag eldri borgara“, eins og  segir í bókun Skipulagsráðs.

Nýjast