Keðjusagarlistamaðurinn Jirí gerð tréskúlptúrinn Skógræktandann í Kjarnaskógi

Við verklok, Jirí Ciesler í Kjarnaskógi nýverið     Myndir Skógræktarfélag Eyfirðinga/ Ingólfur Jóha…
Við verklok, Jirí Ciesler í Kjarnaskógi nýverið Myndir Skógræktarfélag Eyfirðinga/ Ingólfur Jóhannsson

Skógræktandinn er nýtt verk sem unnið var í Kjarnaskógi af tékkneskum keðjusagarlistamanni, Jirí Ciesler. Sá var á ferðinni á Akureyri til að heilsa upp á son sinn, Mates Cieslar sem starfar hjá Skógarmönnum. Þeir litu við í kaffisopa hjá Skógaræktarfélagi Eyfirðinga í Kjarnaskógi og var fast mælum bundið eftir sopann að nauðsynlegt væri að til væri verk eftir Jirí á Íslandi.

„Jirí er hagur bæði á stál og járn,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri SE en hann hafi unnið við trjáhirðu um tíðina jafnframt því að gera listskúlptúra úr tré þar sem keðjusög og skurðjárn eru helstu verkfæri hans. Þá  hefur Jirí tekið þátt í fjölmörgum keppnum og sýningum og eitt af verkum hans hefur ratað til Rómar og er hýst í hjá sjálfum páfanum þar í borg.

Fjölmargir fylgdust með

Það tók Jíri um þrjá daga að ljúka verkinu, en það vann hann fyrir opnum tjöldum á hólnum við Sólúrið. Fjölmargir gestir litu við og heilsuðu upp á hann meðan hann vann að verkinu og fylgdist fólk gaumgæfilega með verklaginu og framgangi verksins, enda keðjusagarlist Íslendingum framandi.

Áður en hann hófst handa hafði hann litið augum mynd af prúðbúnu fólki við gróðursetningastörf á fyrri tíð, Bada skó sem Hrefna Hjálmarsdóttir sendi félaginu, en þeir koma frá Tékklandi og voru vinsælir áður fyrr meðal bænda og skógræktenda. Þá sá hann einnig ryðgaða bjúgskóflu sem notuð var í Kjarna á síðustu öld. „Með þetta nesti í farteskinu skapaði hann svo listaverkið fyrir allra augum,“ segir Ingólfur.

Óeigingjarnt framlag til Kjarnasamfélagsins

„Það hafa margir haft samband við okkur og lýst yfir ánægju með þetta verkefni og hrifningu sinni á því. Eins er fólk ánægt með að við heiðrum með því ræktunarfólkið okkar, þá sem lögðu grunn að því mikla lýðsheilsumannvirki sem Kjarnaskógur er nú. Við munum finna verkinu góðan stað og búa því trausta umgjörð,“ segir Ingólfur og vonast til að Jirí verði viðstaddur vígsluathöfn næsta vor. „Við erum afskaplega þakklát þessum hógværa listamanni fyrir þetta óeigingjarna framlag til Kjarnasamfélagsins.“

Jirí að snurfusa verkið

 

Óneitanlega  ábúarfullur á svip 

Fjölmargir litu við og fylgdust með Jirí að störfum. Ein þeirra var Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri

hjá Akureyrarbæ sem hér heilsar upp á listamanninn.

 

Listaverk unnið með sög og  endalausum hæfileikum.

Nýjast