,,Bráðum kemur ekki betri tíð, því betri getur tíðin ekki orðið”

Spurning um að ramma þetta kort inn!    Skjáskot  af vef Veðurstofu Íslands
Spurning um að ramma þetta kort inn! Skjáskot af vef Veðurstofu Íslands

Það er mun oftar sem sagðar eru fréttir af ófærð og allskonar veseni veðri tengdu á þessum árstíma.  Staðan er hinsvegar sú núna að það er óhætt að vitna í Stuðmenn og segja ,,Bráðum kemur ekki betri tíð, þvi  betri getur tíðin ekki orðið”

Hitatölur hér norðan heiða í kvöld eru mun líkari þvi sem við látum okkur dreyma um á sólbjörtum sumardegi, ekkert í likindum við,  segjum venjulegt nóvemberkvöld.

Það eiginlega ástæða til þess að hvetja alla sem tök hafa á þvi að fara út, þó ekki væri nema bara með ruslið og njóta um leið að hafa verið úti við að kvöldi 11-11 2024 þegar hitastigið var nærri 20 stigum.

Framundan er samkvæmt  veðurspá venjulegt nóvmemberveður, frost og snjókoma svo  nú er lag að njóta, út gott fólk!

 

Nýjast