Verðkönnun vegna Húsavíkurflugs
Vegagerðin hefur sent út verðkönnun til nokkurra flugfélaga hér á landi varðandi áætlunarflug á milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Frestur til að skila inn svörum rennur út á morgun, fimmtudag og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verður ákvörðun tekin í framhaldi af því.
Flugfélagið Ernir sá um flug á þessari leið en því var hætt fyrr á árinu og sú ákvörðun tekin að bjóða upp á flug þrjá mánuði ársins, frá desember og út febrúar. Flugleiðin var boðin út og tilboð opnuð í byrjun júlí. Eitt boð barst og var það frá Mýflugi sem bauð 54,3 milljónir króna. Áætlaður kostnaður var 48,5 milljónir.