Frozen hátíðardanssýning Steps Dancecenter í Hofi 30. nóvember

Steps Dancecenter á Akureyri býður íbúa og gesti bæjarins velkomna í sannkallað dansævintýri þann 30. nóvember, þegar nemendur skólans stíga á svið í Hofi með glæsilega hátíðarsýningu með ævintýrið Frozen.

Áhorfendur geta hlakkað til stórbrotinnar upplifunar þar sem sagan af systrunum Elsu og Önnu, snjókarlinum Ólafi og öðrum persónum úr heimi Frozen er túlkuð á einstakan hátt í gegnum fjölbreytta dansa.

Sýningarnar verða tvær:

  • Fyrri sýning: kl. 12:00
  • Seinni sýning: kl. 14:00

Viðburðurinn er fjölskylduvænn og býður upp á eitthvað fyrir alla aldurshópa – frá glæsilegum dansatriðum yngstu nemenda til áhrifamikilla frammistaða reyndari dansara. Þessi hátíðarsýning markar upphaf aðventunnar á Akureyri og lofar að færa gestum gleði og töfra.

Miðasala er hafin á mak.is eða í miðasölu Hofs. Við mælum með að tryggja sér miða sem fyrst, þar sem sætafjöldi er takmarkaður.

Steps Dancecenter er listdansskóli á Akureyri og fagnar 10 ára afmæli sínu í ár, Við erum virkilega stolt af því að veita dansáhugafólki á öllum aldri vettvang til að njóta danslistarinnar, efla hæfileika sína og gleðja samfélagið með sýningum sem standa upp úr. Æfingar hafa staðið yfir í margar vikur og eru nemendur okkar frá 2ja ára aldri og eldri að stíga á svið full eftirvæntingu.

Komdu og upplifðu Frozen á nýjan hátt – við hlökkum til að sjá þig!

Hér er linkur á instagramið okkar en þar er hægt að sjá líka brot af dönsum eins og t.d. Jólasagan um Skrögg sem við settum upp í fyrra - Draugur framtíðar & Ekki vitund ríkari

 Segir í tilkynningu frá Steps Dancecenter

Nýjast