Stefnir í litaðar viðvaranir i veðrinu

Óli Þór Árnason veðurfræðingur   Myndir Skjáskot/og  af síðu Veðurstofu Íslands
Óli Þór Árnason veðurfræðingur Myndir Skjáskot/og af síðu Veðurstofu Íslands

Óhætt er að fullyrða að það hvernig  veður skipast í lofti næstu daga muni hafa áhrif  hvernig tekst til við við framkvæmd  Alþingiskosninga,  en óhætt er að segja að blikur séu á lofti.

Vefurinn heyrði í  Óla Þór Árnasyni  veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands, og  bað hann um að segja lesendum við hverju væri að búast í þessum efnum,   

 ,, Morgundagurinn heilsar okkur bjartur og kaldur, hitatölur jafnvel niður fyrir 20 stiga frost þar sem kaldast verður, en í kringum Mývatn, Bárðardal og Aðaldal eru svæði þar sem kuldapollar setjast og þar mælist oft köldustu dagarnir á NA-verðu landinu“ sagði Óli og bætti við,  

,,Þegar líður á morgundaginn, bætir í vind og dregur þá úr frosti. Úrkomubakkinn kemur inná Suðausturland seinnipartinn og færist svo til norðurs um kvöldið og aðfararnótt laugardags.  Í þéttbýli ætti þetta ekki að hafa mikil áhrif á kjördagdag en færð á fáfarnari vegum gæti orðið talsvert þyngri.

Þessu fylgir skafrenningur og snjókoma, mesta úrkoman verður líklega austast á landinu en Norðurland mun líka fá sinn skerf. Minni líkur eru á að þetta valdi umferðartruflunum á Tröllaskaga.“

Einhver ráð til fólks?

,,Það væri þá helst að fólk ætti  að reikna sér ríflegan tíma til að koma sér til og frá kjörstað.  Á laugardagskvöld dregur svo bæði úr ofankomu og vindi og þá minnkar skafrenningurinn að auki, samfara því að frost herðir aftur.

Á sunnudag, fullveldisdaginn verður norðan kaldi með éljum sem aftur dregur enn meir úr þegar líður á daginn og ætti því víðast hvar að vera ágæt ferð.

Ágætt er að hafa í huga að vegagerðin er ekki með fulla þjónustu um helgar á fáfarnari vegum og því uppfærast ekki fréttir af færð eins hratt og á vegum með fulla þjónustu.

Myndi telja líklegt að hluti Norðausturkjördæmis fái á sig gular viðvaranir áður en þessi dagur er úti“ sagði Óli  Þór að endingu.

Úrkomuspá kl 15 n.k. laugardag.

Nýjast