Nýr aðili tekur við þjónustu gámasvæðis og grenndarstöðva

Grenndarstöðin norðan við Ráðhús Akureyrarbæjar. Mynd akureyri.is
Grenndarstöðin norðan við Ráðhús Akureyrarbæjar. Mynd akureyri.is

Um næstu helgi tekur nýr aðili við þjónustu grenndarstöðva og gámasvæðis Akureyrarbæjar. Reiknað er með að þau umskipti gangi snurðulaust fyrir sig en þjónustan gæti þó raskast ofurlítið um stundarsakir.

Laugardaginn 11. janúar verður nýjum ílátum komið fyrir á grenndarstöðvum bæjarins en það tekur aðeins stutta stund á hverjum stað.

Mánudaginn 13. janúar tekur nýr þjónustuaðili formlega við umsjón með Gámasvæðinu við Réttarhvamm en ólíklegt er að notendur verði varir við þær breytingar. Þó er hugsanlegt að einhver röskun gæti orðið á þjónustu og jafnvel tafir á opnun sem áætluð er kl. 13 á mánudag.

Tekið skal fram að áfram verður haldið með móttöku sömu sorpflokka og áður á bæði grenndarstöðvum og gámasvæði.

Beðist er velvirðingar á hugsanlegum tímabundnum óþægindum sem þessar breytingar kunna að valda.

Hér má sjá upplýsingar um Gámasvæðið við Réttarhvamm og grenndarstöðvar í bæjarlandinu.

Nýjast