13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Lega Blöndulínu fyrirhuguð um fjögur sveitarfélög auk Akureyrar
Landsnet hefur sett í loftið nýja vefsjá þar sem er hægt að skoða aðalvalkost vegna Blöndulínu 3 ásamt myndum sem gefa hugmynd um ásýnd línunnar frá ýmsum nærliggjandi stöðum. Greint er frá þessu á vef Akureyrarbæjar.
Unnið er að umhverfismati á Blöndulínu 3, sem fyrirhugað er að leggja frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Tilgangur framkvæmdarinnar er að styrkja meginflutningskerfi raforku á Norðurlandi en jafnframt er hún mikilvægur liður í að auka flutningsgetu byggðalínuhringsins.
Aðalvalkostur Blöndulínu 3 felur í sér 220 kV loftlínu, samtals 102,6 km leið auk 15,2 km 132 kV jarðstrengs í Skagafirði. Lega línunnar er fyrirhuguð um fimm sveitarfélög og er Akureyrarbær þeirra á meðal.