Lega Blöndulínu fyrirhuguð um fjögur sveitarfélög auk Akureyrar

Í nýrri vefsjá er hægt að skoða
Í nýrri vefsjá er hægt að skoða "fyrir og eftir" myndir frá nokkrum stöðum á leið Blöndulínu 3. Mynd/akureyri.is

Landsnet hefur sett í loftið nýja vefsjá þar sem er hægt að skoða aðalvalkost vegna Blöndulínu 3 ásamt myndum sem gefa hugmynd um ásýnd línunnar frá ýmsum nærliggjandi stöðum. Greint er frá þessu á vef Akureyrarbæjar.

Unnið er að umhverfismati á Blöndulínu 3, sem fyrirhugað er að leggja frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Til­gang­ur fram­kvæmd­ar­inn­ar er að styrkja meg­in­flutn­ings­kerfi raf­orku á Norður­landi en jafn­framt er hún mikilvægur liður í að auka flutn­ings­getu byggðalínu­hrings­ins.

Aðalvalkostur Blöndulínu 3 felur í sér 220 kV loftlínu, samtals 102,6 km leið auk 15,2 km 132 kV jarðstrengs í Skagafirði. Lega línunnar er fyrirhuguð um fimm sveitarfélög og er Akureyrarbær þeirra á meðal. 

Nýjast