27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Fréttir
Húsvíkingum fjölgað um 205 íbúa frá 2013
Í dag kom út árleg skýrsla Þekkingarnets Þingeyinga um mannfjöldaþróun á starfssvæði Þekkingarnetsins
Við viljum gera enn meira og betur
Íslandsmeistarar KA/Þór hefja i kvöld leik í úrslitakeppni Olís-deildar þegar liðið tekur á móti Haukastúkum i KA heimilinu og hefst leikurinn kl 18:00
Við heyrðum lauslega i Andra Snæ Stefánssyni vegna þessa og almennt um stöðu kvennahandboltans i bænum.
Varst þú alltaf ákveðinn að fara að þjálfa þegar leikmannaferlinum lyki?
Síðustu 6-7 árin sem leikmaður var ég farinn að stefna að meistaraflokksþjálfun eftir ferilinn. Ég byrjaði að þjálfa þegar ég var 16 ára og þjálfaði alltaf yngri flokka á meðan ég var að spila í meistaraflokk. Í mörg ár þjálfaði ég nokkra flokka og það hefur því alltaf verið nóg að gera. Síðasta vetur var ég að spila með KA og þjálfa KA/Þór, bæði í úrvalsdeild og virkilega skemmtileg blanda. Auk þess hef ég ásamt vini mínum Jónatan Magnússyni verið að þjálfa yngstu iðkendurna í félaginu síðustu ár. Ég hef líka þjálfað fótbolta hjá KA þannig að maður hefur þjálfað mikið og lengi. Áður en ég byrjaði að þjálfa stelpurnar í KA/Þór þjálfaði ég U-liðið hjá strákunum í nokkur ár sem er í raun fullorðinsbolti, það var góð reynsla. Þar að auki hef ég verið kennari í rúm 10 ár, virkilega gaman og góð blanda að kenna og þjálfa.
Síðustu árin sem ég spilaði var ég farinn að stefna á meiri þjálfun og saug því í mig allan þann fróðleik sem ég gat frá góðum þjálfurum sem ég hef svo verið heppinn að hafa á ferlinum.
Lifandi tónlistarleiðsögn á Listasafninu á Akureyri
Fjallað verður um valin verk og mun tónlistarfólkið Jónína Björt Gunnarsdóttir og Ívar Helgason syngja lög sem tengjast þeim listaverkum
Ungir aðgerðarsinnar á Þórshöfn
Börn úr Grunnskólanum á Þórshöfn vöktu athygli vegfarenda á umhverfismálum og héldu á skiltum fyrir utan Kjörbúðina á Þórhöfn
Arna Eiríksdóttir í Þór/KA
Arna Eiríksdóttir verður tvítug á árinu og á að baki nokkur ár í meistaraflokki og komin með talsverða reynslu á þeim vettvangi