6. nóvember - 13. nóvember - Tbl 45
Ungir Völsungar taka þátt í forvarnaverkefni
Í gærkvöld fór fram undirskrift iðkenda í árgöngum 2007 og 2008 hjá knattspyrnudeild Völsungs.
Með undirskrift staðfesta iðkendur að taka þátt í verkefni knattspyrnudeildar sem líkur með utanlandsferð árið 2023 og á móti munu iðkendur helga sig verkefninu, æfa af krafti og skuldbinda sig til a neyta ekki áfengis eða annarra vímugjafa á tímabilinu sem um ræðir.
Verkefnið hefur verið við líði innan knattspyrnudeildarinnar í fjölda ára og er farið í utanlandsferð á tveggja ára fresti. Iðkendur á vegum félagsins hafa farið í keppnisferðir til Noregs og Svíþjóðar. Í Svíþjóð hafa iðkendur keppt á Gothia cup sem er alþjóðlegt mót sem er það stærsta sinnar tegundar í heiminum.
„Það eru 28 iðkendur sem hafa staðfest þátttöku í verkefninu og er Það er sönn ánægja að svo margir iðkendur séu tilbúnir að taka þátt í því í samstarfi við knattspyrnudeildina,“ segir Jónas Halldór Friðriksson, framkvæmdastjóri Völsungs.