Höldum einbeitingu - höldum áfram!
Á Akureyri er afar fjölbreytt íþróttastarf sem leitt er áfram af öflugum íþróttafélögum. Íþróttafélögin gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu okkar, hvort sem það er vegna forvarnargildis íþrótta fyrir börn og ungmenni, aukinar lýðheilsu og heilsueflingar eða þeirra tekna sem starf íþróttafélaganna skapar fyrir bæinn í viðburðahaldi. Samfylkingin á Akureyri ætlar að halda áfram uppbyggingu íþróttamannvirkja íþróttafélaganna okkar í samræmi við skýrslu um forgangsröðun þessara verkefna sem allir sitjandi bæjarfulltrúar samþykktu fyrir rétt rúmlega 18 mánuðum síðan.
Í aðdraganda kosninga 14. maí næstkomandi hafa heyrst raddir frá íþróttafélögum í bænum að rétt sé að endurskoða þessa forgangsröðun og endurskoða þessa forgangsröðun og breyta í samræmi við þeira óskir og þarfir, og færast þannig fram fyrir í röðinni. Þetta er skiljanlegt, enda flest íþróttafélög bæjarins í þörf fyrir betri aðstöðu fyrir sína starfsemi. En af þeirri einföldu ástæðu að Akureyrarbær ræður eingöngu við tiltekið magn fjárfestinga á hverju ári var ráðist í framangreinda vinnu við að forgangsraða uppbyggingu fyrir íþróttafélögin. Akureyrarbær þarf einnig á ári hverju að fjárfesta öðru en uppbyggingu íþróttamannvirkja t.d. í skólahúsnæði og húsnæði fyrir fatlað fólk svo eitthvað sé nefnt