Fréttir

Þrír slasaðir eftir snjóflóð í Svarfaðardal

Þegar var kallað út mikið lið viðbragðsaðila og aðgerðarstjórn virkjuð á Akureyri

Lesa meira

Lauganemar ganga fyrir Miðgarðakirkju í Grímsey

Nokkrar vinkonur í Laugaskóla hafa tekið sig saman og ætla að safna áheitum til styrktar endurbyggingu Miðgarðakirkju í Grímsey. Kirkjan sem brann til grunna 22. september sl. var elsta bygging eyjarinnar, byggð 1867, og var hún friðuð árið 1990.

Lesa meira

Marta stekkur inn í hlutverk Ögmundar

Lesa meira

Skilum góðu búi

Á fundi bæjarráðs í morgun var lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2021 og verður reikningurinn tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn í næstu viku.

Óhætt er að segja að rekstrarniðurstaða ársins hafi farið fram úr björtustu vonum en mikill viðsnúningur varð á rekstri og var samstæða Akureyrarbæjar rekin með 752 milljón króna tekjuafgangi samanborið við ríflega 1.611 milljón króna rekstrarhalla í árinu 2020. 

Árangur náðist með samvinnu

Í september 2020 tóku allir bæjarfulltrúar í bæjarstjórn ákvörðun um að vinna saman í því flókna verkefni sem við stóðum frammi fyrir vegna áhrifa Covid.  Óvissa í rekstri var algjör á þeim tíma, bæði þegar horft var til tekna og gjalda, miklar hækkanir voru á launum vegna kjarasamninga og fyrir lá að taka þyrfti erfiðar ákvarðanir m.a. til að draga úr rekstrargjöldum en á sama tíma að standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélagsins. Þá var ljóst að mikill rekstrarhalli  yrði á árinu 2020 og þörf var á auknum lántökum til að standa undir framkvæmdum. 

Fjárhagsáætlun ársins 2021 tók því mið af þessu ástandi sem ríkti síðla árs 2020.  Lögð var rík áhersla á hagræði í rekstri auk þess sem tekjuspá var varfærin þar sem mikil óvissa var um þróun útsvarstekna.  Mitt í þessum ólgusjó stóðum við líka frammi fyrir því að fylgja eftir ákvörðun okkar um að skila rekstri Öldrunarheimila Akureyrar til ríkisins.  Sú ákvörðun var ekki auðveld og nokkuð umdeild í samfélaginu en sameinuð bæjarstjórn stóð í lappirnar og má glöggt sjá jákvæð áhrif af þeirri ákvörðun í rekstri ársins 2021.

Strax í upphafi árs 2021 lá fyrir að þær aðgerðir sem stjórnvöld gripu til skiluðu árangur og útsvarstekjur skiluðu sér mun betur en ráð var fyrir gert.  Þrátt fyrir að ljóst væri að tekjur sveitarfélagsins yrðu mun hærri á árinu 2021, en áætlanir gerðu ráð fyrir, var algjör samstaða innan bæjarstjórnar að halda áfram á þeirri vegferð sem að var stefnt.

Lesa meira

Ársreikningar Akureyrarbæjar 2021: Mikill viðsnúningur til hins betra í rekstri Akureyrarbæjar

Ársreikningar Akureyrarbæjar fyrir árið 2021 voru lagðir fram í bæjarráði í dag. Rekstur samstæðu Akureyrarbæjar gekk vel og var betri en áætlanir gerðu ráð fyrir og var Akureyrarbær rekinn með 752 millj. kr. afgangi. Sjóðstreymið var mun betra en árið áður.

Samstæða Akureyrarbæjar, þ.e. Aðalsjóður, Fasteignir Akureyrarbæjar, Eignasjóður gatna og Umhverfismiðstöð ásamt fyrirtækjum í eigu bæjarins, s.s. Félagslegar íbúðir, Strætisvagnar Akureyrar, Hlíðarfjall, Hafnasamlag Norðurlands, Norðurorka og Öldrunarheimilin, var rekin með 752 millj. kr. afgangi. Rekstur samstæðu Akureyrarbæjar gekk mun betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða ársins var jákvæð um 752 millj. kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 1.184 millj. kr. neikvæðri niðurstöðu. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar fyrir fjármagnsliði og tekjuskatt var jákvæð um 2.460 millj. kr. en áætlun hafði gert ráð fyrir 482 millj. kr. rekstrarafgangi. Meginskýringar á bættri afkomu eru hærri skatttekjur af útsvari og minni aukning lífeyrisskuldbindinga en gert var ráð fyrir.

Lesa meira

Guðni Bragason verður nýr skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur

Lesa meira

Framboðslisti Miðflokksins til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri 14. maí 2022

Miðflokkurinn á Akureyri hefur  lagt framboðslista flokksins til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri fram. 

Í framboði verða.

1 Hlynur  Jóhannsson bæjarfulltrúi  

2 Inga Dís Sigurðardóttir kennari  

3 Finnur Aðalbjörnsson framkv st.

4 Sigrún Elva  Briem  heilbrigðisritari HSN  

 5 Einar Gunnlaugsson   sjálfstæður atvinnurekandi   

 6 Karl Liljendal nemi             

7 Sif Hjartardóttir  sjúkraliði 

 8 Hólmgeir Karlsson   framkvæmdastjóri   

9. Margrét Imsland   framkvæmdarstjóri  

 10. Sigurður Pálsson matsveinn/   

11.  Bjarney Sigurðardóttir viðskiptafræðingur

12 Helgi  Sveinbjörn Jóhannsson    afgreiðslu og fræðslufulltrúi

13 Regína Helgadóttir     bókari   

14 Viðar Valdimarsson     ferðamálafræðingur  

15 Helga Kristjánsdóttir    húsmóðir   

 16 Pétur  Jóhannsson    eldri borgari           

17 Sigríður Valdís Bergvinsdóttir   hársnyrtimeistari  

18 Þorvaldur Helgi Sigurpálsson        verkstjóri       

19 Úlfhildur Rögnvaldsdóttir   eldri borgari  

 20 Karl Steingrímsson     fyrrv sjómaður  

 21 Guðný Heiðveig Gestsdóttir   

 22 Hannes Karlsson   framkv.stjóri

 

Lesa meira

Ég er jafnaðarmaður

Hvað þýðir það?

Lesa meira

Þroskaþjálfar

Þroskaþjálfar eru fagstétt sem sérstaklega hefur menntað sig til starfa með fólki á öllum aldri með langvarandi stuðningsþarfir. Hugmyndafræði stéttarinnar byggist á virðingu fyrir mannréttindum, frelsi og sjálfsákvörðunarrétti. Þroskaþjálfafræði er fjögurra ára háskólanám og kennt við Háskóla Íslands. Námið byggir á félagslegum skilningi á fötlun, margbreytileika og óendanlegu verðmæti hverrar manneskju. Meðal viðfangsefna í náminu eru: Þroskaþjálfafræði, fötlunarfræði, þroskasálfræði, siðfræði, óhefðbundnar tjáskiptaleiðir, fjölskyldur og samvinna, forysta og heildræn þjónusta og mannréttindi.

Lesa meira

Meirihluti skipulagsráðs hafnar ósk eldri borgara

Meirihluti skipulagsráðs Akureyrarbæjar, þrír fulltrúar af fimm höfnuðu á fundi í gær að gera breytingar á deiliskipulagi vegna fjölbýlishúss á lóð númer 2 við Hulduholt á Akureyri. 

Lesa meira