Súlur Vertical Skíðagangan fer fram um helgina – tilvalin fyrir alla skíðagöngu unnendur!

Súlur Vertical Skíðagangan, sem áður var þekkt sem Hermannsgangan, fer fram laugardaginn 25. janúar og er einstakt tækifæri fyrir áhugafólk á öllum aldri og getustigum til að taka þátt í skíðagöngukeppni. Hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn, hraður eða hægur, ungur eða aldinn, þá er þessi keppni vettvangur fyrir þig!

Hluti af Súlur Vertical þríleiknum

Skíðagangan markar upphafið að Súlur Vertical þríleiknum, sem sameinar þrjár ólíkar íþróttagreinar á árinu 2025. Þríleikurinn veitir þátttakendum tækifæri til að upplifa fjölbreyttar áskoranir í hinni stórbrotnu náttúru Norðurlands.  Þau sem ljúka öllum viðburðum þríleiksins fá sérstaka viðurkenningu sem afhend verður í miðbæ Akureyrar að loknum síðasta viðburðinum.

Dagskrá þríleiksins:

  1. 25. janúar – Skíðagöngukeppni Súlur Vertical
  • Keppnin á rætur sínar að rekja til Hermannsgöngunnar, sem hefur verið fastur liður í íþróttalífi Akureyrar í mörg ár.
  • Keppnin Mjöll og Bylur eru hluti af skíðagöngunni, þar sem Bylur er einnig hluti af Íslandsgöngunni.
  1. 8. júní – Malarhjólreiðar Súlur Vertical
  • Spennandi ný keppni þar sem rásmarkið er í Kjarnaskógi og hjólað verður um falleg svæði á borð við Vaðlaheiði og Fnjóskadal.
  • Þessi viðburður er tilvalinn fyrir hjólreiðafólk sem sækist eftir nýrri og krefjandi reynslu.
  1. 2.–3. ágúst – Fjallahlaup Súlur Vertical
  • Fjallahlaupið er nú þegar vel þekkt meðal hlaupara um land allt. Boðið er upp á fjórar vegalengdir fyrir fullorðna, auk krakkahlaups fyrir yngstu kynslóðina.

Þátttaka og skráning

Þeir sem vilja taka þátt í skíðagöngunni um helgina geta tryggt sér sæti með því að skrá sig á Súlur Vertical | Netskraning.is. Keppnin hefst klukkan 12:00 laugardaginn 24.janúar og er ætlað að skapa gleði og samstöðu fyrir alla sem mæta.

Vertu með í Súlur Vertical þríleiknum 2025 og upplifðu  á Akureyri!

Frekari upplýsingar má finna á www.sulurvertical.is

Frá þessu segior í tilkynningu frá mótshöldurum

 

 

 

Nýjast