VMA-Plast er ekki bara plast

Jóhannes Árnason með nemendum sínum í greiningum á plasti     Myndir  vma.is
Jóhannes Árnason með nemendum sínum í greiningum á plasti Myndir vma.is

Plast er ekki það sama og plast. Því komust nemendur Jóhannesar Árnasonar að í verklegum tíma í efnafræði.

Plast er alls staðar í kringum okkur, við lifum í hálfgerðum plastheimi án þess þó að gera okkur grein fyrir því dags daglega. Raftæki, húsbúnaður, umbúðir af öllum mögulegum toga o.s.frv. Listinn er óendanlega langur.

En það eru gríðarlega margar útgáfur af plasti og það var sérstaklega til skoðunar nemenda í verklegum efnafræðitíma hjá Jóhannesi Árnasyni. Þeir skoðuðu ýmsar plasttegundir með því m.a. að leysa þær upp í asetoni. Í ljós kom að sumar leystust að fullu upp, aðrar ekki. Og einnig var skoðað með bruna á plastinu. Og þar kom líka eitt og annað ólíkt í ljós. Sumar plasttegundirnar brunnu að fullu upp – sem kallaður er hreinn bruni – en aðrar urðu að svörtum brunaköggli. Og enn aðrar plasttegundir sótuðu mjög. Allar þessar mismunandi útgáfur af bruna plastsins má auðvitað rekja til mismunandi efnasamsetningar þess.

Hér eru nokkrar myndir sem voru teknar af plastrannsóknum nemenda.

Frá þessu er fyrst sagt á heimasíðu VMA 

Nýjast