Sandra María Jessen og Alex Cambray Orrason íþróttafólk Akureyrar 2024

Sandra María Jessen knattspyrnukona i Þór/KA og  Alex Cambray Orrason eru íþróttakona og karl Akurey…
Sandra María Jessen knattspyrnukona i Þór/KA og Alex Cambray Orrason eru íþróttakona og karl Akureyrar fyrir árið 2024

Þau Sandra María Jessen knattspyrnukona í Þór/KA og Alex Cambray Orrason kraftlyftingamaður í KA voru nú síðdegis útnefnd sem íþróttakona og íþróttakarl Akureyrar fyrir nýliðið ár í hófi sem fram fór í Hofi.

Sandra María Jessen, knattspyrnukona, er algjör burðarás í liði  Þórs/KA  Sandra María  lék 23 leiki í Bestu deildinni, þrjá í Mjólkurbikarnum og sex í Lengjubikarnum. Hún var valin besti leikmaður Bestu deildarinnar af leikmönnum deildarinnar og markadrottning.  Sandra María lék með landsliði Ílsands sem tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM á sumri komanda.  Undir lok nýliðins árs var hún svo kjörinn íþróttakona Þórs.  

 Alex Cambray Orrason er vel að heiðrinum kominn en hann átti afbragðs ár í sinni íþrótt, kraftlyftingum. Hann setti nokkur Íslandsmet, náði fremsta árangri allra karlkyns keppanda á alþjóðamótum, ásamt því að hafa sigrað á öllum  innlendum mótum nýliðins árs ársins í búnaði óháð þyngdarflokki.  Axel var kjörinn íþróttakarl KA árið 2024 nú í upphafi  þessa árs.

Nýjast