MA-Dagný Reykjalín gefur skólanum mynd af Gamla skóla
Í október sl. fagnaði Gamli skóli 120 ára afmæli, en hann var reistur að sumri 1904.
Af því tilefni málaði Dagný Reykjalín grafískur hönnuður vatnslitamynd. Einnig lét hún gera 100 eftirprentanir í A4 stærð, númeraðar og áritaðar. Þær voru prentaðar á Akureyri á 250g Munken Kristall pappír sem er hágæða umhverfisvænn pappír sem skilar litum og línum einstaklega vel. Andvirði myndanna hefur runnið óskert í Ugluna, hollvinasjóð MA. Sjá upplýsingar um sjóðinn hér.
Dagný færði skólanum frummyndina að gjöf og nokkrar eftirprentanir sem verða til sölu í skólanum. Á heimasíðu skólans er Dagnýju þakkað kærlega fyrir þessa fallegu afmælisgjöf.
Það er heimasíða MA sem fyrst sagði frá.