Dagskráin 22 janúar - 29 janúar Tbl 3
Samið við Hrímhesta um leigu á Ytri Skjaldarvík
Umhverfis og mannvirkjaráð Akureyrar hefur samþykkt húsaleigusamning við Hrímhesta ehf. vegna leigu á íbúðarhúsnæði, útihúsi og jörð í Ytri Skjaldarvík. Ein umsókn barst um leigu á Syðri Skjaldarvík og er sú umsókn í vinnslu hjá ráðinu en ekki fengust upplýsingar um hver hefði lagt þá umsókn fram.
Lagt var til í fyrrasumar að leiga fasteignir á jörðinni Skjaldarvík í Hörgársveit og var það gert. Verið er að fara yfir þá einu umsókn sem barst í Syðri Skjaldarvík og gengið hefur verið frá húsaleigusamningi við Hrímhesta um leigu á Ytri Skjaldarvík.
Dvalar- og gistiheimili
Stefán Jónsson gaf Akureyrarbæ jörðina Ytri og Syðri Skjaldarvík á sínum tíma, en þar hafði um árabil verið rekið dvalarheimili. Var það ósk gefanda að svo yrði áfram. Ári 1998 hætti Akureyrarbær rekstri heimilisins, þar sem ástand eignanna uppfyllti ekki þær kröfur sem gerðar voru til slíkrar stofnunar og var starfsemin flutt í Kjarnalund. Gistiheimili var rekið í Skjaldarvík um árabil en það hætti rekstri árið 2022. Fasteignin Skjaldarvík er tæpir 1900 fermetrar að stærð, á tveimur hæðum auk kjallara og skiptis upp í fjórar álmur. Hlíðarskóli er einnig með starfsemi við Skjaldarvík.
Framtíðarbyggingarland
Jörðin á land að sjó, strandlengjan er um 1,6 kílómetrar að lengd og í minnisblaði sem lagt var fram þegar hugmynd um leigu á jörðinni kom upp segir að þar sú mikil tækifæri til framtíðar. „Jörðin er mjög mikilvæg fyrir framtíðaruppbyggingu til lengri tíma litið og bíður upp á marga möguleika. Svæðið sem byggingarnar standa á er/verður spennandi bæði sem byggingarland og fyrir aðra landnotkun þegar kemur að skipulagningu þess í framtíðinni,“ segir í minnisblaði.