„Atburðarás þingsins var í raun ótrúleg"
„Það er algjörlega óhæft að einstaklingar fari í ræðustól og tali niður til annara sem bjóða sig fram til embætta innan Alþýðusambandsins, líkt og gerðist nú í vikunni. Ég vil birta það sem sagt var þarna þegar ég hef fengið það í hendur og þá getur fólk dæmt um það hvort þetta sé sú orðræða sem við viljum sjá frá forystunni,“ segir Trausti Jörundarson formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar en hann bauð sig fram í embætti 2. varaforseta á þingi Alþýðusambands Íslands sem frestað var í vikunni.