Fréttir

„Atburðarás þingsins var í raun ótrúleg"

„Það er algjörlega óhæft að einstaklingar fari í ræðustól og tali niður til annara sem bjóða sig fram til embætta innan Alþýðusambandsins, líkt og gerðist nú í vikunni.  Ég vil birta það sem sagt var þarna þegar ég hef fengið það í hendur og þá getur fólk dæmt um það hvort þetta sé sú orðræða sem við viljum sjá frá forystunni,“ segir Trausti Jörundarson formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar en hann bauð sig fram í embætti 2. varaforseta á þingi Alþýðusambands Íslands sem frestað var í vikunni.

Lesa meira

Hamingjuóskir til Háskólans á Akureyri

Mikilvægri vörðu á langri leið háskólans á Akureyri til framtíðar hefur nú verið náð. Það er nokkuð víst að Háskólinn á Akureyri er rétt að byrja sína sókn. Frá stofnun hefur vöxtur háskólans verið hraður. Við höfum fengið að fylgjast með Háskólanum á Akureyri verða að einni helstu mennta- og rannsóknarstofnun landsins sem sýnt hefur fram á hvernig hægt er vaxa í síbreytilegum tækniheimi. Námsframboð hefur aukist jafnt og þétt og nám hefur eflst svo um munar. Nemendafjöldi Háskólans á Akureyri hefur aukist á ári hverju, en það er ekki skrýtið þar sem háskólinn hefur fengið viðurkenningu frá fræðasamsamfélaginu sem og nemum fyrir gæði og þjónustu. Auk þess er Háskólinn á Akureyri brautryðjandi í nýtingu fjarnáms hér á landi og hefur verið fyrirmynd fyrir aðra háskóla og opnað margar dyr fyrir fólk víðsvegar af landinu.

Lesa meira

SVA kostnaður má ekki aukast

Dregist hefur að innleiða inn leiðakerfi hjá strætó

Lesa meira

,,Staðan er verulega flókin" segir Jóhann Rúnar Sigurðsson formaður Félags Málmiðnaðarmanna Akureyri

Vefurinn leitaði eftir áliti Jóhanns Rúnars Sigurðssonar  formanns  FMA á stöðu þeirri sem upp er komin  í kjölfar frestunar á þingi Alþýðusambands Íslands (ASÍ)

Jóhann sem er staddur utan landsteina segir  stöðuna verulega flókna.

Lesa meira

Þingi ASÍ frestað fram á næsta vor.

Eins og fram hefur komið var þingi Alþýðusambandi Íslands (ASÍ)  frestað fram á næsta vor með miklum meirihluta atkvæða.  

Lesa meira

Áhyggjur ef þjónusta skerðist á sama tíma og þörfin eykst

Bæjarstjórn Akureyrar fjallaði um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2023 og áhrif þess á Akureyri og nágrenni

Lesa meira

Stærsti klifurkastalinn

Nýr og glæsilegur leikvöllur hefur verið tekin í notkun við Oddeyrarskóla á Akureyri. Klifurkastali sem þar var settur upp er einn sá stærsti og flottasti í landinu að sögn Andra Teitssonar formanns umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar.

Lesa meira

Fyrsta doktorsvörnin við Háskólann á Akureyri

Í dag, þriðjudaginn 11. október 2022, fer fram fyrsta doktorsvörnin við Háskólann á Akureyri einungis fimm árum eftir að háskólinn fékk heimild til að bjóða upp á doktorsnám.

Lesa meira

Annir á dekkjaverkstæðum

Um leið og fyrstu snjókorn haustsins/vetrarins falla færist heldur betur líf  í dekkjaverkstæði bæjarins.   Lausleg könnum leiddi í ljós að þau verkstæði sem bjóða upp á tímapantanir eru uppseld þessa viku  og þau hin sem  taka við umferð beint af götunni,  þar eru langar biðraðir. 

Veðurspáin boðar hlýindi næstu tvo,  þrjá daga en svo snýr   til norðanáttar  snjókomu og kulda þannig að liklega er ekki eftir neinu að bíða.

Lesa meira

Við þurfum frk Ragnheiði á Akureyri

Verkefni frk Ragnheiðar á Akureyri, er merkilegt fyrir margra hluta sakir og er það sjálfboðaliðastarf sem þar er unnið er vægast sagt aðdáunarvert. Frú Ragnheiður á Akureyri, er skaðaminnkandi verkefni á vegum Eyjafjarðardeildar Rauða Krossins á Akureyri, sem hefur verið starfrækt í bænum frá árinu 2018. Verkefnið miðar að þjónustu við einstaklinga með erfiðan fíknivanda og veitir þeim, heilbrigðisaðstoð, sálrænan stuðning og nálaskiptaþjónustu. Unnið er samkvæmt hugmyndum um skaðaminnkun sem snýst m.a. um að draga úr jaðarsetningu þeirra sem glíma við erfiðan fíknisjúkdóm. Skjólstæðingar frk Ragnheiðar á Akureyri voru fyrstu átta mánuði yfirstandandi árs 32 talsins, komur í bíl Frú Ragnheiðar eru orðnar 262 á sama tíma.

Lesa meira