Fréttir

Telja Húsavíkurflugvöll koma til greina sem millilandaflugvöll

Framsýn stéttarfélag telur í ljósi stóraukinna jarðhræringa  og eldsumbrota á Reykjanesskaganum, að full ástæða sé til að taka upp til umræðu staðsetningu flugvalla á Íslandi með tilliti til millilandaflugs.

Lesa meira

Orgelhátíð Akureyrarkirkju

Næstkomandi sunnudag kl 17 mun Dómorganistinn í Stokkhólmi Mattias Wager halda orgeltónleika í Akureyrarkirkju en tónleikarnir eru hluti af  Orgelhátíð sem kirkjan stendur fyrir.  

Lesa meira

Starfsfólk flyst frá Þjóðskrá yfir til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar

Þjóðskrá lokar starfsemi sinni á Akureyri 1. september næstkomandi en starfsfólk sem áður var við störf á vegum stofnunarinnar flyst yfir til annarrar ríkisstofnunar, Húsnæðis- og mannvirkjasviðs.

Lesa meira

Hreinsuðu ströndina á Langanesi

Síðastliðna helgi, dagana 12.-14. ágúst, vann hópur sjálfboðaliða að strandhreinsun á Langanesi. Að þessu sinni voru hreinsaðir um 2 kílómetrar, að mestu leiti fyrir landi Ytra-Lóns en einnig lítil spilda í landi Heiðarhafnar

Lesa meira

Á Nonnaslóð

Nonnahús er kennt við rithöfundinn Jón Sveinsson, Nonna. Hann var hvorki eigandi hússins né bjó þar lengi. Hvers vegna er húsi kennt við hann? Hvernig stóð á því að Nonni var sendur til náms í Frakklandi tæplega 12 ára? Saga foreldra og systkina Nonna er ekki síður áhugaverð. Þessar sögur verða til umfjöllunar í gönguferð á slóð Nonna fimmtudaginn 18. ágúst.

Lesa meira

Útgáfuhóf: Óræð lönd

Laugardaginn 20. ágúst kl. 15 verður haldið útgáfuhóf í Listasafninu á Akureyri í tilefni útgáfu bókar Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, Óræð lönd.

Lesa meira

Skautafélag biður Emilíu afsökunar

Lesa meira

Óvissuflugið þarf að enda

Reykjanesskagi hefur enn á ný bært á sér. Jarðvísindamenn halda því fram að eldgosið í Meradölum og gosið í Geldingardölum gætu verið upphafið að löngu eldgosatímabili á Reykjanesskaga. Ekki er útilokað að þetta gostímabil gæti virkjað eldstöðvar nær Reykjavík þótt litlar líkur séu þó á því. 

Lesa meira

Innanlandsflugið er að ná sér á strik

Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir að í byrjun þessa árs hafi verið nokkrar takmarkanir í gildi hér á landi vegna kórónuveirunnar. Þó sé tímabilið frá janúar til júlí ekki langt frá þeim farþegafjölda sem var yfir sama tímabil árið 2019

Lesa meira

Umsækjendur um starf sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs

24 umsóknir bárust um starf sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs Akureyrarbæjar í kjölfar auglýsingar sem birt var þann 20. júlí sl. og hafa fjórir umsækjendur dregið umsókn sína til baka.

Lesa meira