Stærsti klifurkastalinn

Nýja leikssvæðið við Oddeyrarskóla var formlega tekið í notkun nýverið.   Myndi Akureyrarbær
Nýja leikssvæðið við Oddeyrarskóla var formlega tekið í notkun nýverið. Myndi Akureyrarbær

Nýr og glæsilegur leikvöllur hefur verið tekin í notkun við Oddeyrarskóla á Akureyri. Klifurkastali sem þar var settur upp er einn sá stærsti og flottasti í landinu að sögn Andra Teitssonar formanns umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar.

 

Krakkarnir í skólanum hafa heldur betur tekið nýjum leikvelli fagnandi og nýta hverja stund sem gefst til að leika sér á nýja svæðinu sem formlega var tekið í notkun á dögunum.

Fyrir eru á svæðinu við Oddeyrarskóla gervigras sparkvöllur sem settur var upp með þátttöku KSÍ árið 2004 og var nýtt gervigras sem ekki er með dekkjagúmmískurli sett á völlinn árið 2018. Hjólabraut var sett upp á skólalóðinni árið 2021 og sama ár nýr körfuboltavöllur. Áætlun um hönnun og endurgerð á Oddeyrarskólalóðinni var gerð í fyrra og hófust framkvæmdir s.l. vor.

 

Nýjast