Þingi ASÍ frestað fram á næsta vor.
Eins og fram hefur komið var þingi Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) frestað fram á næsta vor með miklum meirihluta atkvæða.
Eiður Stefánsson formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni (FVSA) sagði í samtali við vefinn að hann óttast ekki að staðan sem upp er komin muni hafa áhrif á gerð komandi kjarasamninga. Alþýðusambandið er ekki með samningsumboð fyrir verkalýðsfélögin heldur er það hjá þeim sjálfum.
Verkalýðsfélögin geta veitt Alþýðusambandinu umboðið, en svo er ekki nú, frekar en við gerð seinustu tveggja kjarasamninga.
Eiður sagði að samningaviðræður við Samtök Atvinnulífsins að hálfu Landsambands íslenzkra verzlunarmanna, sem FVSA er aðilafélag að, og VR hefðu verið farnar af stað og hefði sú vinna gengið vel. Hann telur ekki ástæðu til að óttast að sú vinna muni spillast í framhaldinu. Eiður reiknar með að fleiri félög muni slást í för með þeim og þannig fara sameinuð í frekari viðræður.
Eiður segist harma útgönguna í gær, í hans huga sé þingið einmitt rétti staðurinn til þess að ræða hlutina og ná sáttum.
Hann er þó bjartsýnn á framhaldið og hlakkar til komandi verkefna.