„Hvert stefnir mannkynið?“
Guðrún Kristinsdóttir er bókaormur vikunnar
Hlíðarskóli fagnar 40 ára afmæli
–Rannsókn meðal 4-8 ára barna á Akureyri og nágrenni, sem gæti haft fyrirbyggjandi áhrif hvað varðar ýmis heilsufarsvandamál síðar á lífsleiðinni
Fréttatilkynning: Spáð er afar slæmu veðri á sunnudag, 9. október, og óttast að sambærilegar aðstæður geti myndast á Akureyri og urðu 25. september sl. þegar sjór flæddi yfir hluta Oddeyrar og olli miklu tjóni. Vegna þessa hafa viðbragðsaðilar frá Norðurorku, Akureyrarbæ og Hafnarsamlagi Norðurlands gripið til ýmissa ráðstafana og aðgerðastjórn Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar hefur verið virkjuð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var á fjölmiðla.
Lögð var fram tillaga að breytingu á gjaldskrá velferðarsviðs Akureyrarbæjar fyrir árið 2023 á síðasta fundi ráðsins en málið var þar til umræðu. Almennt er lagt til að gjaldskrá hækki um 10%, en um er að ræða hækkun í félagslegri heimaþjónustu, heimsendum mat og matarkostnaði í skammtímaþjónustu.
Verulega hallar á konur þegar kemur að blóðgjöfum, en einungis tvær konur eru á móti sex körlum í hópi blóðgjafa hér á landi. Bilið milli karla og kvenna í nágrannalöndum okkar er mun minna, þar eru konurnar fleiri. Áform eru uppi um að breyta þessu og fá fleiri konur til að gefa blóð.
Blóðbankinn á Akureyri er starfandi á 2. hæð á Glerártorgi og var nú nýlega bætt við fjórða hjúkrunarfræðingnum sem þar starfar, en Birgitta Hafsteinsdóttir einn starfsmanna bankans segir að starfsemin hafi aukist undanfarið. „Við erum líka að auka svigrúmið til að fara í markaðs- og kynningarmál, en nú erum við um það bil að hefja kynningar á okkar starfsemi hjá fyrirtækjum og í skólum,“ segir hún.
„Húmor og veikindi„ sögustund með Bjarna Hafþóri
Skipulags og umhverfisnefnd Hörgársveitar ákvað að veita annars vegar viðurkenningu fyrir lögbýli ársins og hins vegar fyrir lóð og umhverfisvænan lífstíl
Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar
Sýnatökur vegna kórónuveiru fyrir Akureyri og nágrenni voru fluttar á Heilsugæslustöðina á Akureyri í gær og verða þar framvegis. Um skeið voru þær gerðar í sérstöku sýnatökuskýli á plani við Slökkvistöðina á Akureyri.
Boðið verður upp á sýnatöku alla virka daga frá kl. 10 til 11 og fara þær fram á 5. hæð í Heilsugæslustöðinni í Amarohúsinu í miðbæ Akureyrar.
Einkennasýnataka hjá heilsugæslu og heilbrigðisstofnunum verður áfram gjaldfrjáls. Grímuskylda á bólusetningarstað.