Sópar að sér verðlaunum

Þorsteinn Snævar Benediktsson hefur sópað að sér verðlaunum fyrir bjórgerð á undanförnum árum. Mynd/…
Þorsteinn Snævar Benediktsson hefur sópað að sér verðlaunum fyrir bjórgerð á undanförnum árum. Mynd/Aðsend

Þorsteinn Snævar Benediktsson, eigandi og bruggmeistari hjá Húsavík öl, hefur síðustu ár stimplað sig rækilega inn sem einn fremsti bruggari landsins. Hann hefur sópað að sér verðlaunum undanfarin ár á innlendum og erlendum bjórhátíðum. Fyrr í þessum mánuði bætti hann enn einum verðlaununum í safnið á alþjóðlegri bjórhátíð í Metz í Frakklandi. Vikublaðið ræddi við Þorstein á dögunum, en með honum í för var sambýliskona hans og meðeigandi að Húsavík öl, Helga Dagný Einarsdóttir.

„Við fórum á Metz-beer fest dagana 5-9 október. Þetta er stór alþjóðleg hátíð þar sem þátttakendur eru sérvaldir á hátíðina,“ segir Þorsteinn. Hann var einn þeirra sem fékk boð á hátíðina en það er skemmtilega saga á bak við það.

Ítarlegt viðtal Þorstein er að finna í Vikublaðinu sem kemur út á á morgun fimmtudag.

Smelltu hér

Nýjast