Farsælt samstarf Samherja og Háskólans á Akureyri í sjávarútvegsfræðum

Meistaranemar við Kaldbak EA   Mynd  Samherji
Meistaranemar við Kaldbak EA Mynd Samherji

Heimasíða Samherja segir frá samstarfi  fyrirtækisins við Háskólan á Akureyri sem tengist námi í sjávarútvegsfræðum.

,,Um fjörutíu nemendur af þremur námsleiðum við Háskólann á Akureyri hafa síðustu vikur verið í vettvangsferðum hjá Samherja. Námsleiðirnar eru sjávarútvegsfræði, viðskiptafræði með áherslu á sjávarútveg og meistaranám í stjórnun sjávarauðlinda. Hörður Sævaldsson lektor og deildarformaður Auðlindadeildar við Háskólann á Akureyri segir mikil þægindi að gera skotist í slíkar vettvangsferðir í næsta nágrenni við skólann. Sérlega fróðlegt hafi verið að rekja ferli hráefnis frá vel búnu fiskiskipi í gegnum hátækni fiskiðjuver.

Fjöldi sjávarútvegsfræðinga hjá Samherja

Samherji og Háskólinn á Akureyri hafa um langt árabil haft með sér samstarf. Námið í fyrrgreindum námsleiðum samanstendur af fyrirlestrum, vettvangsferðum í fyrirtæki og verklegum æfingum. Á þriðja tug sjávarútvegsfræðinga starfa hjá Samherja og tengdum félögum, lang flestir þeirra stunduðu námið við Háskólann á Akureyri.

 Harðbakur og fiskvinnslurnar á Akureyri og Dalvík

Nemendurnir kynntu sér búnaðinn um borð í Harðbak EA, sem er um þriggja ára gamalt skip og afar vel búið á allan hátt. Leiðsögumaður um borð var Friðrik Karlsson vélfræðingur. Sunneva Ósk Guðmundsdóttir gæðastjóri og Magnús Finnsson sérfræðingur tóku á móti hópunum í fiskvinnslu Útgerðarfélags Akureyringa en bæði eru þau sjávarútvegsfræðingar frá Háskólanum á Akureyri. n 

Að loknum vettvangsferðunum fóru nemendurnir á rannsóknarstofur Háskólans á Akureyri, þar sem gæði botnfisks voru metin og fiskurinn flakaður. Fleiri fyrirtæki voru heimsótt í þessum vettvangsferðum, svo sem Sæplast á Dalvík og Vélfag á Akureyri.

Hentugt að hafa hátækni vinnslur í næsta nágrenni

„Í verklegum æfingum er lögð áhersla á ná hámarks afurðanýtingu og verðmæti úr hverjum fiski líkt og gert er í nútíma fiskiðjuverum, þó án véla- og sjálfvirknibúnaðar. Gamla handverkið er enn mikilvægt, þau sem stýra framleiðslunni þurfa að þekkja hvernig vélbúnaður hlutar fiskinn niður til að geta stýrt framleiðslunni með hámörkun verðmæta að leiðarljósi. Samstarf Háskólans á Akureyri og Samherja hefur verið mjög gott í gegnum tíðina. Fyrir okkur er það afar hentugt að hafa hátækni vinnslur svo að segja við hliðina á skólanum,“ segir Hörður Sævaldsson."

Segir í frétt  á vef fyrirtækisins.

Nýjast