Ný byggingavöruverslun opnar á Dalvík
Víkurkaup ný byggingavöruverslun opnar á Dalvík fimmtudaginn 3. nóvember kl. 10.00
Það eru öflugir heimamenn sem standa að versluninni, verktakar einstaklingar og fyrirtæki.
Nú eru um 10 mánuðir síðan að síðast var byggingavöruverslun á Dalvík.
Verslunin er á besta stað í miðjum bænum á sama stað og Kjörbúðin við Hafnartorg.
Miðað við viðbrögðin við fréttum af opnun nýrrar verslunar er ljóst að þörfin er mjög mikil og það er óhætt að segja að heimamenn og fólk úr nærumhverfinu bíði spennt eftir því að geta sótt sér þessa þjónustu í heimabyggð. Þess má geta að einstaklingar, verktakar og fyrirtæki af öllu landinu geta pantað og fengið tilboð í byggingavörur í stærri sem smærri stíl
Verslunarstjóri er Guðmundur Kristjánsson sem hefur áralanga reynslu af verslun og þjónustu við verktaka og þá sem eru í framkvæmdahug.