Lýðheilsukort betra verð í sund, fjallið og á skauta
Bæjarstjórn hefur samþykkt að bjóða barnafjölskyldum, eldri borgurum og öryrkjum með lögheimili í sveitarfélaginu sérstakt Lýðheilsukort gegn bindingu í eitt ár. Um er að ræða tilraunaverkefni sem veitir handhöfum kortsins ótakmarkaðan aðgang að Sundlaugum Akureyrar, Hlíðarfjalli og Skautahöllinni á Akureyri.
Kortin verða til sölu frá 10. nóvember 2022 til 1. mars 2023 og gilda í eitt ár frá kaupdegi. Að einu ári liðnu, eða í mars 2024, verður árangur af tilraunaverkefninu metinn og tekin ákvörðun um framhaldið.