Fréttir

Lýðheilsukort betra verð í sund, fjallið og á skauta

Bæjarstjórn hefur samþykkt að bjóða barnafjölskyldum, eldri borgurum og öryrkjum með lögheimili í sveitarfélaginu sérstakt Lýðheilsukort gegn bindingu í eitt ár. Um er að ræða tilraunaverkefni sem veitir handhöfum kortsins ótakmarkaðan aðgang að Sundlaugum Akureyrar, Hlíðarfjalli og Skautahöllinni á Akureyri.

Kortin verða til sölu frá 10. nóvember 2022 til 1. mars 2023 og gilda í eitt ár frá kaupdegi. Að einu ári liðnu, eða í mars 2024, verður árangur af tilraunaverkefninu metinn og tekin ákvörðun um framhaldið.

Lesa meira

Ljósmyndasýningin Með mínum augum

Með mínum augum er yfirskrift ljósmyndasýningar  Hermanns Gunnars Jónssonar, Hermanns frá Hvarfi sem opnuð verður í Deiglunni í dag, föstudaginn, 4. nóvember kl. 16. Opið verður til kl. 20 í dag, en sýningin stendur yfir fram á sunnudag og er opin um helgina frá kl. 11 til 17.

Lesa meira

Ný íslensk jólaópera í öllum grunnskólum á Norðurlandi

Sviðslistahópurinn Hnoðri í norðri mun sýna nýjan gleðilegan jólasöngleik/óperu fyrir ÖLL 6-10 ára börn í grunnskólum á Norðurlandi, allt frá Hvammstanga til Vopnafjarða

Lesa meira

Niceair til Alicante og Dusseldorf í vor

Flug til Alicante og Dusseldorf frá Akureyrarflugvelli með Niceair hefst næsta vor.

Lesa meira

Framsýn - Stéttarfélag og Flugfélagið Ernir endurnyja samning um kaup á flugfarseðlum

Framsýn hefur endurnýjað samning við Flugfélagið Erni um kaup á flugmiðum fyrir félagsmenn. Viðskiptin hljóða upp á kr. 9.000.000,- eða 600 flugmiða. Vegna mikilla kostnaðar- og eldsneytishækkana í heiminum síðustu mánuði hækka miðarnir frá flugfélaginu úr kr. 12.000,- í kr. 15.000,- og hefur nýja verðið þegar tekið gildi. Miðarnir verða áfram seldir til félagsmanna á kostnaðarverði. 

Lesa meira

Fyrsti áfangi gagnavers atNorth reistur á 4 mánuðum

Það er góður gangur á framkvæmdum við gagnaver atNorth við Hlíðavelli eins  og fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.

 

Lesa meira

Afmælishátíð Glerártorgs

Um þessar mundir eru 22 ár liðin frá opnun Glerártorgs á Akureyri en vegna heimfaraldurs var ekki hægt að  halda veglega upp á 20 ára afmælið 2020 eins og vonir stóðu til .  Nú skal hinsvegar úr þvi bætt og er óhætt að segja að mikið standi til.

Lesa meira

Að fá fyrir ferðina

Íbúar á landsbyggðinni þurfa gjarnan að leita um langan veg eftir viðeigandi heilbrigðisþjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð. Til að koma til móts við þennan stóra hóp hefur verið sett reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggða og aðstandenda þeirra innanlands. Þar kemur m.a. fram að Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við tvær ferðir sjúkratryggðs á 12 mánaða tímabili, þegar um er að ræða nauðsynlega læknisferð, a.m.k. 20 km vegalengd á milli staða sem ekki er veitt í heimabyggð.

Lesa meira

Bílaleiga Akureyrar 30 til 35 milljóna tjón vegna sandfoks

Heildarkostnaður við tjón sem urðu á bílaleigubílum í eigu Bílaleigu Akureyrar í hvassviðrinu sem gekk yfir landið í lok september nemur á bilinu 30 til 35 milljónir  króna.

Lesa meira

Kammerkór Norðurlands býður upp á „Sound of Silence“

Ásgeir Böðvarsson úr Kammerkór Norðurlands segir það nokkuð ljóst að menningarstarfsemin sé að ná sér á strik eftir kulsöm Covid-ár

Lesa meira