Í versluninni Aftur nýtt er áhersla lögð á endurnýtingu
,,Það hefur orðið mikil jákvæð vakning í þessum málum og margir að átta sig æ betur á því að sóun er bara alls ekki lengur í tísku,“ segir Dagný Fjóla Elvarsdóttir sem ásamt eiginmanni sínum Brynjari Inga Hannessyni rekur verslunina Aftur nýtt í Sunnuhlíð á Akureyri. Þar gefst hverjum sem það vill kostur á að leiga pláss, einn bás eða fleiri og selja fatnað, skó, leikföng, eða bækur svo dæmi séu nefnd. Alls eru í boði 48 básar og yfirleitt allir fullnýttir.