Fréttir

Í versluninni Aftur nýtt er áhersla lögð á endurnýtingu

,,Það hefur orðið mikil jákvæð vakning í þessum málum og margir að átta sig æ betur á því að sóun er bara alls ekki lengur í tísku,“ segir Dagný Fjóla Elvarsdóttir sem ásamt eiginmanni sínum Brynjari Inga Hannessyni rekur verslunina Aftur nýtt í Sunnuhlíð á Akureyri. Þar gefst hverjum sem það vill kostur á að leiga pláss, einn bás eða fleiri og selja fatnað, skó, leikföng, eða bækur svo dæmi séu nefnd. Alls eru í boði 48 básar og yfirleitt allir fullnýttir.

Lesa meira

Samtakamáttur samfélagsins í upprætingu ofbeldis

Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og lýkur þann 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum.

Lesa meira

Ferðum með Hríseyjarferju ekki fækkað

Ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars verður ekki fækkað í nýju útboði Vegagerðarinnar. Engin slík breyting er fyrirhuguð en hins vegar vill Vegagerðin auka svigrúm til að ekki þurfi að sigla að óþörfu með tóma ferju. 

Lesa meira

Björgunarsveitin Garðar og PCC BakkiSilicon í samstarf

Í samkomulaginu felst meðal annars að Björgunarsveitin Garðar mun ferja starfsfólk PCC til og frá vinnu þegar veður er slæmt

Lesa meira

Eining - Iðja styrkir Velferðarsjóðinn um 1,1 milljón króna

Eining-Iðja hefur afhent Velferðarsjóðnum á Eyjafjarðarsvæðinu styrk að upphæð kr. 1.1 milljón króna. Félagið hefur í mörg ár styrkt Jólaaðstoðina, samstarfverkefni Mæðrastyrksnefndar, Rauða krossins, Hjálparstarfs kirkjunnar og Hjálpræðishersins á Akureyri sem hefur staðið yfir frá árinu 2013. Þetta samstarf hefur gengið mjög vel og ákváðu félögin í fyrra að stofna Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðis og er samstarfið nú á ársgrundvelli en ekki einungis fyrir jólin. 

Lesa meira

Samkomulag undirritað, í dag, milli Bjarmahlíðar og framhaldsskólanna á Norðurlandi um samstarf tengt forvörnum

Í dag kl 14 verður samkomulag undirritað, í Aðalstræti 14 á Akureyri, á milli Bjarmahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi og Samnor, framhaldsskólanna á Norðurlandi um samstarf tengt forvörnum gegn ofbeldi, fræðslu til skólanna og stuðning við fagaðila innan skólanna, auk beins samtals við nemendur s.s.  í gegnum nemendafélögin.  Þá er einnig um að þjónustuaukningu fyrir aldurshópinn 16-18 ára, þ.e. framhaldsskólaaldurinn en í Bjarmahlíð hefur orðið vart við vaxandi þörf á stuðningi fyrir þennan aldur. 

Í frettatilkynningu frá framkvæmdaráði Bjarmahlíðar sem send var til fjölmiðla í morgun segir:

Lesa meira

Jólamarkaður í Skógarlundi um næstu helgi

Jólamarkaðurinn í Skógarlundi verður haldinn næstu helgi,  2. og 3. desember,  Vörurnar verða einnig í boði á Glerártorgi í næstu viku eða dagana 28. og 29. nóvember frá kl. 13 til 15.30.

Lesa meira

Sólgarður enn til sölu ekkert tilboð barst en þreyfingar í gangi

Ekkert tilboð barst í eignina Sólgarð í Eyjafjarðarsveit fyrir auglýstan frest til að leggja fram tilboð að sögn Björns Guðmundssonar fasteignasala hjá Byggð á Akureyri og er eigin því í hefðbundnu söluferli.  Björn segir að á sölutímanum hafi þónokkrar fyrirspurnir borist, „og eru þreifingar í gangi núna,“ segir hann.

Lesa meira

KEA styrkir Jólaaðstoðina

Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA hefur afhent styrk að fjárhæð 750.000 kr. til Jólaaðstoðarinnar í Eyjafirði. KEA hefur styrkt verkefnið dyggilega undanfarin ár

Lesa meira

,,Vínarbrauð með glassúr í breiðum, stórir snúðar og svo Valash og Cream Soda"

Samstaða og málafylgja almennings hefur oft lyft Grettistaki og komið mörgu góðu til leiðar. Ekki er langt síðan að ríki og sveitafélög drógu lappirnar þegar kom að því að skipuleggja og byggja grunnstoðir samfélagsins. Langafar okkar og -ömmur gengu ekki í skóla enda voru þeir ekki til.  Þess í stað lærðu þau að stauta í heimahúsum og eitthvað meira ef hugur og efni stóðu til. Sjúkrahús voru lengst af óþekkt fyrirbrigði og fólk lá í kör heima og dó þar Drottni sínum. Svo bárust fréttir af því að í útlöndum væri farið að byggja eitthvað sem hétu sjúkrahús og skólar. 

Lesa meira