Norðlensku sveitarstjórnarfólki líst ekki vel á gjaldtöku af notendum nagladekkja
Sveitarstjórnarfólki norðan heiða líst ekki vel á þá hugmynd að hefja gjaldtöku hjá notendum nagladekkja. Nokkrar umræður hafa verið um málið undanfarið og sýnist sitt hverjum. Umhverfisstofnun hefur viðrað þessa hugmynd til að reyna með því hvað hægt er að minnka notkun negldra hjólbarða.