Fréttir

Ljósin tendruð á jólatrénu

Hátíðleg stund verður á Ráðhústorginu kl. 16 á laugardag þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu sem Randers gefur Akureyringum.

Lesa meira

Lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnir

Vegna æfingar aðgerðarsveitar lögreglunnar á Norðurlandi eystra, sérsveitar ríkislögreglustjóra og slökkviliðs Akureyrar mega vegfarendur búast við ökutækjum lögreglu og sjúkraliðs í forgangsakstri á Akureyri, næstu klukkustundirnar og síðan á morgun eftir kl. 14:00 einnig í nokkrar klukkustundir.

Lesa meira

Ráðstefnan „Stefnum á Norðurland“

Ráðstefnan „Stefnum á Norðurland“ verður haldin n.k.  fimmtudag  24. nóvember í Hofi á Akureyri og stendur hún yfir frá klukkan 13-15:30.

Lesa meira

Frábær frammistaða krakka í Sundfélaginu Óðni

Sundfélagið Óðinn sendi vaska sveit til keppni á Íslands og Unglingameistaramótinu i sundi í 25 metra laug sem fram fór í Ásvallalaug í Hafnarfirði um nýliðna helgi.  Óhætt er að segja að árangur keppenda frá Óðni hafi verið góður því sjö sinnum syntu keppendur frá félaginu til úrslita og ein verðlaun unnust.   Annars er freistandi að gefa  fréttaritara félagsins ,,orðið“ og hér kemur lífleg færsla hans.

Lesa meira

Inga Vestmann og Vilborg Jóhannsdóttir heiðraðar af Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis á 70 ára afmælishátíð félagsins

Í tilefni 70 ára afmælis Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis heiðraði félagið þær stöllur Ingu Vestmann og Vilborgu Jóhannsdóttur.

Lesa meira

Heimsendur matur á Akureyri sá fjórði dýrasti.

Á vefsíðunni  www.aldurerbaratala.is er birt  könnun á verði á heimsendum mat í 13 fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Í könnuninni voru ekki metin gæði og magn matarskammta á milli sveitarfélaga, hvort eftirréttur fylgir aðalrétti eða hvort um er að ræða heitan eða kaldan útsendan mat.  Samkvæmt  þessari könnum er  Akureyri  í fjórða sæti yfir dýrustu máltíðir sem seldar eru.

 Frétt og færslu af  vefnum aldruerbaratala.is má sjá hér  fyrir neðan.

Lesa meira

Veðurhorfur þessa viku.

Það er ekki hægt að kvarta  yfir því veðri sem Veðurstofa Íslands spáir að við munum njóta á Norðulandi eystra þessa viku.  Vissulega mun kólna aðeins í kvöld  og á morgun þriðjudag og  miðvikudag má jafnvel búast við éljagangi sem verður að telja eðlilegt á þessum árstíma.  Á fimmtudag  er því svo spáð að  hlýna muni á ný með austanátt og það gæti ringt af og til.  Svipað veður  verður svo um næstu helgi,  austan og norðaustan á bilinu 5-13 metrar og hiti  yfir frostmarki.

Prýðisveður fyrir þau okkar sem viljum ekki snjó.

Lesa meira

Eining- Iðja styrkir Velferðarsjóðinn

Eining-Iðja hefur afhent Velferðarsjóðnum á Eyjafjarðarsvæðinu styrk að upphæð kr. 1.100.000. 

Lesa meira

Fjölmenni á opnun Svanhildarstofu á HÆLINU

Það var óvænt og sterk upplifun fyrir Ólaf að kynnast foreldrum sínum upp á nýtt í gegnum bréfin sem Forlagið hefur nú gefið út á bók

Lesa meira

Nýtt deiliskipulag fyrir Hrafnagilshverfi tekur gildi Gert ráð fyrir nær 100 nýjum íbúðum

Nýtt deiliskipulag fyrir Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit hefur tekið gildi. Skipulagið hefur verið í undirbúningi og vinnslu í langan tíma og hófst vinna við það formlega hjá skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar í nóvember 2019, fyrir þremur árum.

Lesa meira