Vaðlaheiðargöng - Umferðin í nýliðnum nóvember var um 16% meiri en í fyrra

Umferðin í nýliðnum nóvember milli Eyjarfjarðar og Þingeyjarsveitar var um 16% meiri en í fyrra, þrátt fyrir að hlutfall umferðar um göngin fari úr 89% í 86% af heildarumferð er aukning á umferð í göngin um 12% en stór aukning um skarðið eða 49% milli ára.

Líkleg skýring á aukningu á umferð um skarðið þetta árið er góðar ferðaaðstæður, fjölgun erlendra ferðamanna og þá var hefðbundin leið til Greinivíkur lokuð um tíma vegna aurskriðu og var hjáleið um tíma um skarðið eða göngin.

Um 55% ferða voru greiddar með fyrirframgreiddar ferðir, 32% stakar ferðir, 6% í heimabanka, um 6% með föstu mánaðargjaldi óháð umferð og 1% umferðar eru ökutæki sem fá frítt s.s. lögregla, Vegagerðin, björgunaraðilar og starfsmannaökutæki VHG.

Þetta kom fram á Facebookarsíðu Vaðlarheiðarganga 

Nýjast