Fréttir

Fínasta hæglætisveður þessa viku.

Það er allt útlit fyrir hæglætisveður þessa viku fyrri hluta hennar  getum við reiknað með að það verði þurrt lengst af.  Lykilorðið hér er s.s lengst af.  Það er nefnilega ekki útilokað að  það muni rigna af og til en þá ekki neitt  stórvægilegt. Hiti verður um og rétt yfir frostmark

Lesa meira

Akureyrarkirkja með vinsælustu viðkomustöðum ferðalanga

Lesa meira

Markmiðið að efla íbúa og byggja upp færni

Setja á fót STEM fræðslunet á Húsavík með áherslu á samfélagsþátttöku

Lesa meira

Sláturtíð lokið hjá Kjarnafæði-Norðlenska á Húsavík

Sláturtíð er lokið hjá Kjarnafæði-Norðlenska á Húsavík og gekk almennt vel. Heldur færra fé var slátrað í haust en var í fyrra og þá var meðalvigt í víð lakari en var í fyrrahaust. „Sláturtíð er stórt verkefni og allir fegnir þegar henni er lokið þó svo að vel hafi gengið. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti til allra sem þátt tóku, starfsfólks, verktaka og ekki síst bænda sem auðvitað eru lykillinn að því að allt gangi upp,“ segir Sigmundur Hreiðarsson framleiðslustjóri á sláturhúsi Kjarnafæðis-Norðlenska á Húsavík. 

Lesa meira

„Þörfin er svo sannarlega til staðar“

Aflið útvíkkar þjónustu sína og opnar útibú á Húsavík

Lesa meira

Loksins þegar maður lætur eftir sér að helluleggja í skóginum, helluleggur maður náttúrulega tré

Fyrirsögnin hér fyrir ofan er fengin úr Facebookarfærslu Skógræktarfélags Eyjafjarðar en það hefur væntanlega ekki farið fram hjá fjölmörgum gestum Kjarnaskógs að í sumar og í haust stóðu yfir miklar framkvæmdir á svæðinu við snyrtingarnar í Kjarnakoti og reist hefur verið ný líkamsrækt sem nefnd hefur verið Kjarnaclass.  Eins var vegurinn gegnum skóginn endurbættur verulega.  Vinsældir svæðisins fara ört vaxandi með ári hverju enda er alltaf hægt að finna skjól í Kjarnskógi, eitthvað sem unnendur  hans kunna vel að meta.

Lesa meira

Styttist í að íbúar Akureyrar verði 20.000

Íbúum Akureyrar hefur fjölgað um 330 frá 1. desember á síðasta ári og voru þeir um síðustu mánaðamót 19.913. Hlutfallsleg fjölgun er 1.7%. Þetta kemur fram í nýjum upplýsingum Þjóðskrár.

Lesa meira

Froðupólitík

Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins á Akureyri um gjaldfrjálsa leikskóla hefur í mínum huga  aðeins tvær skýringar, annað hvort algjöra vanþekkingu á rekstri sveitarfélagsins eða þar að baki er vísvitandi ákvörðun um að blekkja kjósendur í aðdraganda kosninga. Það er merkilegt nú að fylgjast með oddvita Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í fjölmiðlum kenna samstarfsflokkum sínum í meirihluta í bæjarstjórnar, L-listanum og Miðflokknum um að það sé ekki hægt að efna kosningaloforð þeirra. Heiðarlegra væri að segja það sem ég tel nokkuð víst að sé rétt – Sjálfstæðisflokkurinn vill það ekki einu sinni sjálfur. Sem dæmi þá er mun líklegra að nú muni koma fram þrýstingur innan úr Sjálfstæðisflokknum fyrir seinni umræðu um fjárhagsáætlun, að lækka álögur, þá sérstaklega fasteignaskatt, fremur en að lækka raunkostnað foreldra á leikskólagjöldum.

Lesa meira

Framhaldsskólanemar kynntu sér Háskólann á Akureyri

Það var líf og fjör í Háskólanum á Akureyri í síðustu viku á Opnum dögum

Lesa meira

„Lofið mér að klára áður en þið klárið allt frá mér.”

Þankar gamals Eyrarpúka

Lesa meira