Fréttir

„Megum vera stolt af því hversu framarlega við Íslendingar stöndum í fiskvinnslu“

Bæjarstjórinn á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir, heimsótti fiskvinnslu Útgerðarfélags Akureyringa og kynnti sér starfsemina. Ásthildur segir mjög áhugavert að fylgjast með allri hátækninni í íslenskum sjávarútvegi, meðal annars í fiskvinnsluhúsi ÚA.

Lesa meira

Framkvæmdastjóri flugrekstrar ráðinn til Niceair

Benedikt Ólason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri flugrekstrar (COO) hjá Niceair.  Benedikt hefur yfir 20 ára reynslu í flugi, lengt af sem flugstjóri, þjálfunarflugstjóri og Airbus-flotastjóri hjá Air Atlanta.

Lesa meira

Ákall til samfélagsins

Safnað fyrir Sigurgeir, 15 ára sem brenndist illa í síðustu viku

Lesa meira

Hollvinir auka framlag í afþreyingarsjóð

Hollvinasamtök Dalbæjar hafa starfað í þrjú ár en tilgangur samtakanna er að styðja við Dalbæ Dvalarheimili aldraðra í Dalvíkurbyggð með framlögum til tækjakaupa, afþreyingar og ýmisskonar búnaðar

Lesa meira

Iðnaðarsafnið á Akureyri - Við byggjum Húna aftur

Á morgun þriðjudag 29. nóvember verður með formlegum hætti skrifað undir samning um smíði líkans af bátnum Húna ll.

Lesa meira

Guðný Einarsdóttir á Orgelhátíð í í Akureyrarkirkju

Guðný Einarsdóttir, organisti við Háteigskirkju, heldur tónleika á Orgelhátíð í Akureyrarkirkju, miðvikudaginn 30. nóvember kl. 20Á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, Arngerði Maríu Árnadóttur, Niels W. Gade, César Franck og Charles Ives og efnisskráin er innblásin af aðventu og jólum.

Lesa meira

Veðurhorfur þessarar viku ,,Í sandölum og ermalausum bol“

,,Í sandölum  og ermalausum bol" þessar línur sem eru fengar úr  litríkum og lýsandi texta Ladda og fólk kannast vel við og heitir Sandalar eiga liklega  nokkuð vel við ótrúlegt aðventuveður  sem við eigum i vændum þessa viku.  Vægt frost  í dag en svo hlýnar  og það mun hlýna meiram, hiti mun fara i tveggja stafa tölu en  slikur lúxus var nú ekki endilega á boðstólum s.l. sumar  eins og fólk eflaust man.  Það má jafnvel vænta þess að það létti til á fullveldisdaginn n.k. fimmtudag.

Einmunatið heyrðist sagt og undir það skal tekið.

Lesa meira

Kylfingar streymdu í golf fram að aðventu

,,Tíðin í haust hefur verið einstaklega góð og við náðum að opna golfvöllinn að Jaðri eftir þriggja til fjögurra vikna hlé,“ segir Steindór Ragnarsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar.

Lesa meira

Alþjóðlegt eldhús á Amtsbókasafni

Fjölmenni smakkaði á réttum frá 12 þjóðlöndum

Lesa meira

Laugardagsgrautur í Hrísey er skemmtileg hefð

„Þetta er góð og skemmtileg hefð sem mörgum þykir ómissandi,“ segir Ásrún Ýr Gestsdóttir verkefnastýra hjá Áfram Hrísey

Lesa meira