Fréttir

Fjárfestingafélagið Kaldbakur kaupir Landsbankahúsið á Akureyri

Landsbankinn hefur tekið tilboði fjárfestingafélagsins Kaldbaks í Landsbankahúsið við Ráðhústorg á Akureyri sem auglýst var til sölu fyrir um mánuði síðan. Sjö tilboð bárust og var tilboð Kaldbaks hæst. Kaupverðið er 685 milljónir króna.

Landsbankahúsið er um 2.400 fermetrar að stærð og setur mikinn og fallegan svip á torgið. Húsið var tekið í notkun árið 1954. Fyrstu tillöguuppdrætti að húsinu gerði Guðjón Samúelsson en að honum látnum tók Bárður Ísleifsson við og gerði hann eftir það alla uppdrætti. Bárður gerði einnig teikningar að mögulegri viðbyggingu á austurhlið hússins sem ekki reis.

Lesa meira

Gott silfur gulli betra

Heimilsfólkið á Hlíð  gerði það ekki endasleppt frekar en  fyrri daginn í hjólakeppninni World Road for Seniors sem er alþjóðleg keppni milli hjúkrunarheimila en í gær fór fram verðlaunaafhending fyrir þátttöku í keppninni sem er nýlokið.

Lesa meira

Auðurinn í drengjunum okkar

Öll getum við sammælst um það að vilja börnunum okkar það besta. Við viljum hjálpa þeim að finna styrkleika sína og áhugasvið, efla sjálfstraust þeirra og hvetja þau áfram til þess að geta orðið virkir þátttakendur í samfélaginu.

Á Íslandi er skólaskylda. Hvergi annars staðar í þjóðfélaginu eru einstaklingar skyldugir að mæta. Ef vinnustaður barna skilar ekki tilskildum árangri og börnunum líður ekki vel þar, þá verður að endurskoða hlutina. Með sameiginlegu átaki getum við betrumbætt skólakerfið og gefið börnunum okkar tækifæri og framúrskarandi umhverfi til að blómstra. Ekkert barn á að þurfa að týnast á Íslandi sökum ósanngjarnra áskorana í opinberu kerfi sem allir verða að ganga í gegnum í tíu ár.

Lesa meira

Kristnesspítali 95 ára

Kristnesspítali á sér langa sögu. Upphaflega urðu berklarnir til þess að konur í Hjúkrunarfélaginu Hjálpinni í Saurbæjarhreppi beittu sér fyrir söfnun til byggingar heilsuhælis. Hornsteinn að Kristneshæli var lagður 25. maí 1926 og hælið vígt 1. nóvember ári síðar. Kristnesspítali fagnaði því 95 ára afmæli sínu í gær.

Lesa meira

Rekstrarsamningur við Nökkva endurnýjaður

Samkvæmt samningnum, sem gildir út árið 2026, skal Siglingaklúbburinn Nökkvi sjá um rekstur og umsjón félagssvæðisins

Lesa meira

Nei, ekki barnið mitt!

„Barnið mitt leggur ekki aðra í einelti.“

 Þetta hugsum við flest um börnin okkar. Samt hefur að tæpur fjórðungur (23%) barna og ungmenna á aldrinum 9-18 ára upplifað einelti á netinu, í símanum eða tölvuleikjum sl. 12 mánuði samkvæmt nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar um börn og netmiðla. Í öllum eineltismálum eru bæði þolendur og gerendur. Þar með getum við ekki horft framhjá þeirri staðreynd að á sama tíma og börn verða fyrir einelti er jafnframt hluti barna sem leggja aðra í einelti. En hvaðan koma þessi börn sem eru gerendur eineltis ef ekkert foreldri á barn sem er gerandi?

Lesa meira

Farsælt samstarf Samherja og Háskólans á Akureyri í sjávarútvegsfræðum

Heimasíða Samherja segir frá samstarfi  fyrirtækisins við Háskólan á Akureyri sem tengist námi í sjávarútvegsfræðum.

,,Um fjörutíu nemendur af þremur námsleiðum við Háskólann á Akureyri hafa síðustu vikur verið í vettvangsferðum hjá Samherja. Námsleiðirnar eru sjávarútvegsfræði, viðskiptafræði með áherslu á sjávarútveg og meistaranám í stjórnun sjávarauðlinda. Hörður Sævaldsson lektor og deildarformaður Auðlindadeildar við Háskólann á Akureyri segir mikil þægindi að gera skotist í slíkar vettvangsferðir í næsta nágrenni við skólann. Sérlega fróðlegt hafi verið að rekja ferli hráefnis frá vel búnu fiskiskipi í gegnum hátækni fiskiðjuver.

Lesa meira

Ný byggingavöruverslun opnar á Dalvík

Það eru öflugir heimamenn sem standa að versluninni, verktakar einstaklingar og fyrirtæki

Lesa meira

Hvað gengur mönnum til?

Það er stundum erfitt að átta sig á því hvað mönnum gengur til. Hér er ég að vitna til þess að þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja það vera forgangsmál á Alþingi að brjóta niður íslenska verkalýðshreyfingu, sama hvað það kostar. Það er grátbroslegt að hugsa til þess að þingmennirnir telja að með því að skerða aðgengi launafólks að stéttarfélögum efli það félögin og vitna þeir til Norðurlandanna hvað það varðar.

 

Nú vill svo til að ég þekki ágætlega til þessara mála í okkar nágrannalöndum, þar sem ég sat í stjórn Nordisk Union um tíma, en það eru samtök verkalýðsfélaga í matvælaframleiðslu á Norðurlöndunum. Þar hafa hægri stjórnir lengi lagt sig fram um að veikja verkalýðshreyfinguna, enda gerðar út af auðvaldinu í viðkomandi löndum líkt og á Íslandi. Því miður hefur þessum aðilum tekist það ætlunarverk sitt. Erlendum starfsmönnum sem komið hafa til starfa í Skandinavíu hefur markvisst verið haldið utan stéttarfélaga svo þeir geti ekki sótt kjarasamningsbundinn rétt sinn sé brotið á þeim sem er daglegt brauð. Aðbúnaður þessara starfsmanna hefur verið skelfilegur auk þess sem launakjörin hafa verið langt fyrir neðan skráð lágmarkslaun. Þá eru dæmi um að vegabréfum erlendra starfsmanna hafi verið haldið eftir hjá eigendum fyrirtækjanna til að koma í veg fyrir að þeir yfirgæfu vinnustaðinn án samþykkis yfirmanna. Því til viðbótar hefur mafían í austantjaldsríkjunum verið að gera út verkamenn til starfa í Skandinavíu. Verkalýðshreyfingin hefur átt erfitt með að mæta þessum veruleika vegna skorts á valdheimildum. Þetta er umhverfið sem blasir við okkur takist þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að brjóta niður öfluga verkalýðshreyfingu á Íslandi. Verkalýðshreyfingu sem flestar þjóðir heims öfunda okkar af enda hefur hreyfingin komið að mörgum framfaramálum fyrir íslenska alþýðu, sem við getum verið stolt af og rúmlega það.

Lesa meira

Líkur á meinleysisveðri á Norðurlandi eystra þessa viku

Stundum eiga myndir vel við  textan sem þær fylgja en liklega  er ekki svo hér i þetta sinn, spáin fyrir þessa viku er alls ekki svo glötuð! 

Lesa meira