Murmansk svarar Akureyri
Eins og fólki er eflaust í fersku minni samþykkti Bæjarstjórn Akureyrar á fundi sínum í haust að slíta vinabæjarsambandi Akureyrar við Murmansk jafnframt þvi sem bærinn sagði sig úr samtökunum Northern Forum. Þessi ákvörðum var tekin vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.
Stjónvöld í Murmansk hafa nú svarað í sömu mynt og ákváðu á fundi í gær 15 des. með 23 samhljóða atkvæðum að slíta vinabæjarsambandi við Akureyri.
Rússneska fréttastofnan Interfax greindi frá þessu og rifjaði lauslega upp söguna í þessu sambandi, stofnaði hefði verið til sambandsins 1994 en þegar bréf hafi borist frá bæjarstjóra Akureyrar í lok nóvember um slit hafi lítið annað verið í boði en gera eins því væri um gagnkvæma aðgerð að ræða.