6. nóvember - 13. nóvember - Tbl 45
Vetrarsólstöðuganga Píeta samtakanna, miðvikudaginn 21. desember
Vetrarsólstöðuganga Píeta samtakanna á Norðurlandi verður haldin miðvikudaginn 21. desember hér á Svalbarðseyri.
Píeta samtökin standa fyrir göngunni og ætla að hittast við hárgreiðslustofuna Hárið 1908 þar sem hægt verður að kaupa kaffi og kakó. Allur ágóði sölunnar mun renna til Píeta samtakanna.
Gengið verður síðan að Svalbarðsstrandarvita kl. 19:30 þar sem hægt verður að kaupa kerti til styrktar Pieta samtökunum og kveikja á þeim við vitann.
Við vitann njótum við samveru og hægt verður að skrifa skilaboð um söknuð og ást á gula vegginn.
Yfir jól og áramót munu kveðjurnar standa á veggnum undir ljósi vitans og minna hvern sem kemur að ástin er eilíf.
Aðgangur er ókeypis og stendur öllum til boða að koma og ganga að vitanum.