6. nóvember - 13. nóvember - Tbl 45
Snortin yfir góðum viðbrögðum
mth@vikubladid.is
Steinarsdóttir sem heldur úti vefnum Matargjafir Akureyri og nágrenni, en hún sendi út ákall til samfélagsins í lok liðinnar viku. Þá var staðan þannig að aldrei höfðu fleiri haft samband og óskað eftir aðstoð og skráð sig á jólalistann. En að sama skapi höfðu fáir sett sig í samband og lýst yfir vilja til að aðstoða.
Sigrún segir að jafnt og þétt hafi bæst á listann og nú hafi yfir 250 manns óskað eftir aðstoð fyrir jólin, „og ég á von á að það fjölgi á listanum og ég býst því miður við að tala fari yfir 300,“ segir hún. Almenningur hafi brugðist vel við, það hafi komið upp eins konar bylgja um helgina og margir lagt inn fé, „og með því áframhaldi á ég von á að geta afgreitt alla sem um það biðja.“
Sigrún nefnir að enn sem komið er hafi lítið borist af kjöt, en yfirleitt hafi Matargjafir fengið talsvart af matvælum til að deila út. „Ég hef verið að úthluta kjöti og meðlæti undanfarin ár og vonandi á það bara eftir að skila sér.“
Hún sagði kjöt stóran kostnaðarlið í útgjöldum fjölskyldna fyrir jólin. Hún sló á að hamborgarhryggur og hangikjöt kosti fjögurra manna fjölskyldu yfir 10 þúsund krónur. Geri megi ráð fyrir að fjölskylda af þeirri stærð þurfi að greiða um 30 þúsund krónur fyrir mat og drykk yfir jóladagana miðað við hefðbundinn jólamat. Það sé umtalsvert upphæð fyrir fólk sem hefur úr litlu að spila.
Sigrún nefndi á facebooksíðu sinni að hún hefði fengið nokkrar beiðnir frá einstæðingum sem verða einir um jólin og varpaði fram þeirri hugmynd hvort einhver í hópnum vildi rétta út hjálparhönd og bjóða þá velkomna í mat á sitt heimili. „Mig verkjar í hjartað að vita til þess að fólk sé eitt um jólin,“ segir hún og bætir við að viðbrögð við þeirri ósk hafi einnig verið jákvæð.