432 börn hafa fæðst á Sjúkrahúsinu á Akureyri það sem af er þessu ári

Sjúkrahúsið á Akureyri
Sjúkrahúsið á Akureyri

Vikublaðið setti sig í samband við Ingibjörgu Jónsdóttur sem er forstöðuljósmóðir á Fæðingardeild  SAk og spurði um fjölda þeirra barna sem fæðst hafa á sjúkrahúsinu á þessu ári.  

,,Í dag er staða sú að fæðingar það sem af er ári eru 425.  Tvíburafæðingar hafa verið 7 á árinu þannig að fjöldi barna er 432 og skiptist það mjög jafnt á milli kynja því stúlkur eru 215 og drengir 217” segir Ingibjörg.

 ,,Við reiknum með fleiri fæðingum á þessu ári en það er aldrei að vita hvenær þau börn fæðast.  Meðalþyngd fæddra barna er rúmlega 3600 gr sem er sama meðalþyngd og fyrir 20 árum” sagði  Ingibjörg ennfremur.

 

Nýjast