Flugfélagið Mýflug ásamt öðrum fjárfesti kaupir stóran hlut í Flugfélaginu Erni
Flugfélagið Mýflug hefur ásamt öðrum fjárfesti keypt stóran hlut í flugfélaginu Erni. Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, segir að með sölunni sé verið að styrkja félögin til lengri tíma. Hann segir að með sölunni sé verið að opna fyrirtækið fyrir almennum hluthöfum. Að sögn Harðar hefur salan ekkert með slæmt gengi í rekstrinum að gera.
Leifur Hallgrímsson, eigandi Mýflugs, var að vonum sáttur við kaupin og segir hann að Mýflug hafi verið að styrkja stöðu sína á innanlandsmarkaði með kaupunum. „Ég held að það sé búið að leita að fjárfestum í þetta verkefni í tvö ár. Okkur var boðið að koma að þessu núna fyrir áramót. Við skoðuðum þetta með fleiri góðum aðilum og niðurstaðan var sú að fara í þetta verkefni,“ segir Leifur.
Þetta kemur fram í Fréttablaðinu