Enduruppbygging við Sunnuhlíð á Akureyri

Viðbyggingin verður rúmlega 800 fermetrar að stærð. Stefnt er að því að efla heilsutengda starfsemi …
Viðbyggingin verður rúmlega 800 fermetrar að stærð. Stefnt er að því að efla heilsutengda starfsemi í húsinu

Reginn fasteignafélag stendur að enduruppbyggingarverkefni við Sunnuhlíð á Akureyri þar sem ný heilsugæslustöð verður tekin í notkun að loknum breytingum á annarri hæð hússins.

 „Húsnæðið hefur verið þáttur í lífi Akureyringa til fjölda ára sem verslunarmiðstöð en mun nú fá nýtt hlutverk sem heilsutengdur þjónustukjarni,“ segir á facebooksíðu Regins fasteignafélags.

„Heilbrigðisstofnun Norðurlands vinnur að opnun glæsilegrar heilsugæslustöðvar í Sunnuhlíð og samhliða því er verið að efla heilsutengda þjónustu í húsinu þannig að um verði að ræða glæsilegan heilsutengdan þjónustukjarna.“

 Um helmingur hússins undir heilsugæsluna

 Búið er að endurhanna húsið svo það nýtist sem best í nýju hlutverki og er í byggingu 814 fermetra viðbygging við húsið ásamt því að öll sameign er endurbyggð þannig að aðgengi verður með besta móti. Að framkvæmdum loknum verður húsið í heildina um 4.500 fermetrar og fer um helmingur af því undir starfsemi heilsugæslunnar.

 Til viðbótar við starfsemi heilsugæslunnar eru hugmyndir um aðra heilstutengda þjónustu eins og sjúkraþjálfun, sálfræðiþjónustu, stofur sérfræðilækna, augnlækna, eyrnalækna, húðlækna, nuddara og kírópraktora ásamt vönduðum verslunum eins og apóteki, gleraugnaverslun og fleiru með heilsutengdar vörur eða þjónustu.

 

 

Nýjast